Heysýnataka á Norðurlandi

Um daginn birtum við skipulag fyrir heysýnatöku á Suðurlandi og nú er komið að Norðlendingum. Reiknað er með að heysýnataka á Norðurlandi hefjist á morgun og verði með eftirfarandi hætti:  

  • Föstudaginn 22. ágúst í Eyjafjarðarsveit
  • Mánudaginn 25. ágúst á Svalbarðsströnd og í Grýtubakkahreppi
  • Þriðjudaginn 26. ágúst í Svarfaðardal
  • Föstudaginn 29. ágúst í Suður-Þingeyjarsýslu austan Vaðlaheiðar
Hægt er að panta heysýnatöku hér í gegnum heimasíðuna með því að smella á tengilinn hér að neðan: 

Panta heysýnatöku

boo/okg