Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir 2019

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir hafa nú verið greiddir út í þriðja sinn samkvæmt reglugerð sem tók gildi samhliða búvörusamningum árið 2017. Eins og flestir bændur vita þá var tekin upp sú breyting að greiða út styrki fyrir uppskorin tún (landgreiðslur) en ekki bara jarðræktarstyrki á ræktun hvers árs, eins og var fyrir árið 2017. Þá voru einnig teknar upp greiðslur vegna útiræktaðs grænmetis, sem var ekki áður. Jafnframt eru nú gerðar meiri kröfur til skráninga á jarðræktarskýrsluhaldi en áður.

Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarstofu Mast þá voru greiddar landgreiðslur út á 76.890 ha sem er aðeins meira en á síðsta ári. Jarðræktarstyrkir voru greiddir út á 11.413 ha sem er talsverð aukning frá því í fyrra og munar mestu um aukningu á kornrækt og endurræktun túna. Heildarflatarmál uppskorinna túna og ræktunar á árinu sem uppfylltu skilyrði um styrk, voru 88.303 hektarar.

sj/okg