Móttaka hirðingarsýna hafin

Efnagreining er farin að taka við hirðingarsýnum og stefna á að á keyra í gegn þau sýni sem verða komin í byrjun júlí og svo aftur aðra keyrslu í byrjun ágúst. Fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost að senda inn hirðingarsýni og fá niðurstöður núna í sumar. Hirðingarsýni eru ágætis kostur ef gróffóðrið er hirt frekar þurrt og lítil sem engin verkun verður í geymslu. Þetta á við um þurrhey og frekar þurrar rúllur. Þá er hægt að senda sýnin beint á Hvanneyri á Efnagreining, Ásvegi 4, 311 Borgarnes og senda tölvupóst á beta@efnagreining.is með upplýsingum um að sýnin séu væntanleg.

Einnig er hægt að koma með sýnin á skrifstofur RML og ráðunautar koma þeim á Hvanneyri gegn vægu umsýslugjaldi. Annars minnum við á að bændur geta panta heysýnatöku á verkuðum sýnum hérna á heimasíðunni og ráðunautar hafa samband í ágúst þegar þeir fara af stað í heysýnatökur haustsins.

Gert er ráð fyrir að verkuð sýni sé hægt að taka úr rúllum og stæðum 4-6 vikum eftir að þeim hefur verið pakkað og keyrt heim. Mikilvægt er að skipuleggja heysýnatökuna strax í heyskapnum þá hefur þú besta yfirsýn og keyra rúllum heim  í samræmi við það, þ.e. taka frá þær rúllur sem á að nýta í sýnatökuna. Þesskonar vinnubrögð flýta mjög fyrir sýnatökunni og koma í veg fyrir rugling sem getur verið þegar finna á réttu rúllurnar í stæðunni.

Sjá nánar:

Panta heysýnatöku

boo/gj