Nýjar reglugerðir um stuðning í landbúnaði

Fjórar nýjar reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað voru gefnar út í Stjórnartíðundum í dag en þær taka gildi 1. janúar 2019. Þetta í samræmi við ákvæði búvörusamninga frá 2016 og eru reglugerðirnar endurskoðaðar árlega. Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að reglugerðirnar séu að mestu leyti samhljóða reglugerðum sem að giltu um sama efni árið 2018 og breytingar flestar smávægilegar.

Helsta breytingin er að í reglugerð um stuðning við nautgriparækt er nú kveðið á um þak á magn greiðslumarks sem að framleiðandi getur óskað eftir á hverjum markaði. Miðast það við 100.000 lítra hverju sinni en sala á innleystu greiðslumarki mun nú fara fram þrisvar á ári.
Greiðslumark mjólkur, þ.e. það magn sem afurðastöðvum er skylt að greiða framleiðendum fullt verð fyrir, verður óbreytt eða 145 milljónir lítra á árinu 2019.

Aðrar breytingar frá fyrri reglugerðum eru minni háttar en hægt er að kynna sér þær á vef Stjórnartíðinda.

Sjá nánar:
Reglugerð um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018

Reglugerð um stuðning við nautgriparækt nr. 1261/2018

Reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1262/2018

Reglugerð um stuðning við garðyrkju nr. 1263/2018

/gj