Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Nú hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í greiðslukerfi landbúnaðarins, Afurð.is. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að bændur hafi skilað fullnægjandi jarðræktarskýrslu í Jörð.is þar sem fram koma upplýsingar um ræktun, uppskeru og áburðargjöf.

Margir bændur hafa skráð skýrsluhaldið jafnóðum og skilað jarðræktarskýrslu í Jörð.is að loknum seinni slætti. Það er mikilvægt fyrir þá og aðra að gleyma ekki að þeir þurfa síðan að sækja sérstaklega um styrkina í Afurð.

Bændur eru hvattir til að ljúka skráningum sem fyrst því umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur rennur út 1. október. RML býður bændum upp á þjónustu og aðstoð við skráningar á skýrsluhaldinu. Því fyrr því betra.