Örfá orð til sauðfjárbænda

Nú ættu þeir sauðfjárbændur sem sendu heysýni til greiningar í haust að hafa fengið niðurstöður til sín. Rýna þarf í niðurstöðurnar, skipuleggja fóðrunina og ákvarða um viðbótarfóður sé þörf á slíku. Ef einhverjir sem ekki hafa tekið heysýni en hafa áhuga geta þeir ennþá gert það.

Holdastigun hjarðarinnar er alltaf mjög gagnlegt hjálpartæki þegar verið er að skipuleggja fóðrunarhópa.

Starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvarinnar verður þeim innan handar sem þess óska við þessi verkefni og biðjum við þá bændur að hafa samband annað hvort í síma 516-5000 eða í gegnum netfangið rml@rml.is.

glh/okg