Ráðstefna EGF í Litháen 2023 um framtíð grasræktar í skiptirækt

Sigurður Max, Elena og Guðni fyrir utan Landsbókasafnið í Litháen
Sigurður Max, Elena og Guðni fyrir utan Landsbókasafnið í Litháen

Í byrjun júní fóru tveir ráðunautar RML, Sigurður Max Jónsson og Elena Westerhoff, á ráðstefnu EGF (European grassland federation) um framtíð grasræktar í Evrópu. Guðni Þorvaldsson prófessor hjá LBHÍ slóst í för með okkur. Í ár var LAMMC (Lithuanian Research Centre for Agriculture and Forestry) gestgjafi og var ráðstefnan haldin í Vilníus í Litháen. Ráðstefnusvæðið var á efstu hæð landsbókasafns Litháens en þar fyrir utan háðu Litháar frelsisbyltingu sína við Rússa eftir fall Sovíetríkjanna. Þess ber að geta að Ísland var fyrsta þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Ráðstefnan var ekki stór í sniðum en laðaði að sér í kringum 100 þátttakendur frá 24 löndum, aðallega frá Evrópu.
Nánar má lesa um ráðstefnuna og efni hennar í meðfylgjandi skjali með því að smella hér.

 

/hh