Skráning á áburðargjöf nú hluti af lögbundnu skýrsluhaldi

Reglugerð um almennan stuðning við landbúnað hefur tekið breytingum og nú er skylt að skrá í Jörð.is alla notkun áburðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna.

Undanfarin ár hefur RML boðið bændum upp á þjónustu við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og þar á meðal útbúið og sent eyðublöð til útfyllingar til þeirra sem þess óska.

Bændur eru hvattir til að skrá upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru jafnóðum í Jörð.is og þá er eftirleikurinn auðveldur næsta haust þegar sækja skal um jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Mikilvægt er að vanda skráningar til þess að gögn í Jörð.is sýni raunsanna stöðu hvort sem horft er til einstakra búa eða stærri heildar.

Þeir sem hyggjast nýta sér þjónustu RML við skráningar á jarðræktarskýrsluhaldi er bent á að hafa samband sem fyrst til að unnt sé að senda viðeigandi skráningarblöð.

/okg