Skráningar á kynningarfundi um nýtingu á lífrænum (úrgangs)efnum við ræktun

Við viljum minna á röð kynningarfunda um nýtingu á lífrænum efnum sem haldnir verða í lok mars og byrjun apríl. Fundirnir voru auglýstir í Bændablaðinu þann 10. mars sl. sem og hér á heimasíðu RML. 

Fundirnir verða haldnir víða um landið dagana 29. mars – 12. apríl nk.

Dagskrá á hverjum fundarstað:

  • kl. 10.30 Móttaka, kaffi & te
  • kl. 11 – 12 Fyrri hluti fundarins, fyrirlestur og umræða um nýtingu lífrænna efna við ræktun
  • kl. 12 – 13 Súpa og brauð
  • kl. 13-14 Seinni hluti fundarins, fyrirlestur og umræða um næringargildi vs. jarðvegsbæting lífrænna efna
  • kl. 14.30 Dagskrárlok

Aðgangur er ókeypis og veitingar eru í boði RML.
Það er takmarkað sætaframboð og því nauðsynlegt að skrá sig í gegnum tengilinn hér að neðan. 

Sjá nánar: 
Skráning á fund

/okg