Sprotabændur heimsóttir

Þessa dagana hafa ráðunautar RML verið að heimsækja þá bændur sem eru skráðir í Sprotann - jarðræktarráðgjöf. Eitt helsta markmið verkefnisins er að stuðla að markvissri áburðarnýtingu. Mikilvægur hluti þess að nýting áburðar verði góð er að halda til haga upplýsingum um það sem gert er í jarðræktinni. Skýrsluhald í jarðrækt er unnið í forritinu Jörð.is en ráðunautar aðstoða bændur í verkefninu við skráningar á þeim upplýsingum sem vert er að halda til haga. Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar um Sprotann hér í gegnum heimasíðuna en einnig er hægt að hafa samband við Sigurð Jarlsson í síma 892-0631 eða með tölvupósti á sj@rml.is til að fá nánari upplýsingar.

Myndin sem fylgir var tekin 11. júní þegar Unnsteinn í Laxárholti á Mýrum var heimsóttur. Á myndinni eru Unnsteinn S. Jóhannsson bóndi Laxárholti, Eiríkur Loftson og Sigurður Jarlsson ráðunautar RML og Lars Ericson, sænskur ráðunautur sem var okkur hjá RML innan handar í nokkra daga. 

Sjá nánar: 

SPROTINN 

bpb/okg