Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur alveg að renna út

Umsóknarfrestur til að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur rennur út 20. október.

Jarðrækarstyrkur er greiddur út á nýrækt, endurræktun á túnum, kornrækt, grænfóðurrækt og útiræktun á grænmeti.

Landgreiðslur eru greiddar á allt annað land sem er uppskorið til fóðuröflunar en ekki er greitt út á land sem er eingöngu nýtt til beitar. 

Áður en hægt er að sækja um styrkina þarf að skrá ræktun og uppskeru í Jörð.is og síðan að skila jarðræktarskýrslu. Ráðunautar RML aðstoða bændur við slíka skráningu og taka jafnframt að sér skráningar fyrir þá sem þess óska. 

Sótt er um styrkina hjá Matvælastofnun á Bændatorginu undir liðnum – Búnaðarstofa MAST. Þar er hægt að sækja um annars vegar „jarðabætur“ (jarðræktarstyrk) og hins vegar „landgreiðslur“. Þessar styrkumsóknir taka mið af jarðræktarskýrslunni sem þá á að hafa verið skilað í Jörð.is.

Mikilvægt er að hafa í huga að útbúa þarf sér umsókn fyrir hverja jörð sem nytjuð er. Ekki er hægt að sækja um bæði landgreiðslur og jarðræktarstyrki fyrir sömu spildurnar.

Sjá nánar

Jörð.is - leiðbeiningar
Reglugerð um almennan stuðning við landbúnað

bpb/okg