Verðlækkun á áburði

Mikil verðlækkun er á tilbúnum áburði milli ára. Áburðarsalar eru farnir að auglýsa framboð og verð á áburði og skv. því er allt að fjórðungsverðlækkun milli ára í sumum tilvikum. Gengisbreytingar skýra mestan hluta lækkunarinnar en einnig er hráefnaverð lægra á erlendum mörkuðum en fyrir ári síðan. Búvís, Lífland og SS hafa þegar birt auglýsingar um framboð og verð og er búið að uppfæra áburðarupplýsingar í Jörð.is með tilliti til þeirra. Upplýsingar frá öðrum áburðarsölum verða settar þar inn um leið og þær berast. Fyrir ári varð einnig talsverð lækkun á áburði milli ára.

el/okg