Umhverfis- og loftslagmál fréttir

Verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður stækkar

Fyrir skemmstu var nýr hópur sauðfjárbænda tekinn inn sem þátttakendur í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Verkefnið er að hefja sitt annað ár, en fyrstu þátttökubændurnir byrjuðu árið 2020. Verkefnið gengur út á að bændurnir geri aðgerðaráætlun fyrir búin sín þar sem dregið er úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding aukin. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og hafa nú 15 ný þátttökubú bæst í hópinn við þá 13 sem hófu þátttöku í fyrra.
Lesa meira

Vegna umræðna um „Plast í íslenskum landbúnaði – leiðir og kostnaður við að draga úr notkun heyrúlluplasts“

Nýlega útgefin skýrsla RML um plast í íslenskum landbúnaði hefur vakið miklar og gagnlegar umræður. Umræður um loftslags- og umhverfismál eru þörf, og þökkum við fyrir alla þá athygli sem þessi vinna hefur fengið. Það hafa vaknað nokkrar spurningar hjá áhugasömum um þessi mál og val á forsendum í reiknilíkani sem kynnt er í skýrslunni.
Lesa meira

Síðustu fyrirlestrarnir í netfyrirlestraröð LOGN verkefnisins og upptökur á netinu

Nú líður að lokum þessarar lotu í netfyrirlestrum á vegum LOGN. Verkefnið hefur gengið mjög vel og hafa margir nýtt sér þann möguleika að tengjast fyrirlestrum í rauntíma og taka þátt í umræðunni. Við viljum benda þeim á sem ekki hafa náð að fylgjast með að fyrirlestrarnir hafa verið teknir upp og er hluti af upptökum þegar komnir í birtingu.
Lesa meira

LOGN netfyrirlestrar 20. – 24. apríl

Í næstu viku höldum við netfyrirlestraröð LOGN áfram. Þá verða fluttir þrír spennandi fyrirlestrar um náttúru svæðisins sem nær yfir Mýrar í Borgarbyggð og sunnanvert Snæfellsnes. Fjallað verður um efni sem nær yfir náttúruvernd og gildi náttúruverndar, aðferðir við friðlýsingar, gróður og vistgerðir og fugla- og dýralíf.
Lesa meira

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira

Loftslagsvænn landbúnaður

Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði um allt land. Staðsetningar námskeiðanna hafa verið valdar út frá skráningum í gegnum sem bárust hér heimasíðu RML. Ennþá er hægt að skrá sig á námskeiðin. Þau verða haldin á eftirtöldum stöðum milli klukkan 10:00 og 16:30 ef næg þátttaka næst.
Lesa meira

Nýr samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun

Í síðustu viku var undirritaður samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun en töluverð eftirspurn hefur verið eftir slíkri ráðgjöf meðal nýliða. Það voru Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML og Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Félags framleiðenda í lífrænni landbúnaðarframleiðslu (VOR), sem undirrituðu samninginn.
Lesa meira

LOGN – Vel heppnaðir fundir á Mýrum og í Bárðardal

Kynningar- og vinnufundir fyrir verkefnið „Landbúnaður og náttúruvernd“ voru haldnir dagana 10. og 11. apríl sl. Fundirnir voru haldnir í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum og Kiðagili í Bárðardal. Voru fundirnir ágætlega sóttir og umræður líflegar. Tilgangur og markmið fundanna var að eiga samtal við bændur og að sækja efnivið í grasrótina til að nota í áframhaldandi greiningavinnu.
Lesa meira

Landbúnaður og náttúruvernd - LOGN

Í byrjun desembermánaðar s.l. var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Bændasamtaka Íslands og Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að kanna tækifæri í samþættingu landbúnaðar og náttúrverndar. Verkefnið er fjármagnað af Umhverfisráðuneytinu sem hefur gert samning við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. um að vinna verkefnið. Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur er verkefnisstjóri.
Lesa meira