Afkvæmadómur nauta f. 2015

Mikki 15043. Mynd: NBÍ
Mikki 15043. Mynd: NBÍ

Við vekjum athygli á að yfirlit um afkvæmadóma nauta sem fædd voru árið 2015 er komið hérna á vefinn hjá okkur. Um er að ræða hefðbundið yfirlit þar sem sjá má hver útkoman varð á þeim nautum sem komu til afkvæmadóms. Meðal þess sem þarna er að finna er lýsing á dætrahópunum, yfirlit um útlitseinkenni, efnahlutföll, frumutölu, mjaltaathugun, gæðaröð og förgun ásamt kynbótaeinkunnum á þeim tímapunkti er afkvæmadómi lauk.

Nautaárgangurinn 2015 var stór á okkar mælikvarða eða 33 naut. Faðerni þeirra var dreift en í hópnum áttu Laufás 08003 og Bambi 08049 flesta syni eða sex hvor um sig. Aðrir feður voru Hjarði 06029, Sandur 07014, Húni 07041, Toppur 07046, Lögur 07047, Flekkur 08029, Klettur 08030 og Þáttur 08021. Af þeim 33 nautum sem voru prófuð komu 13 til framhaldsnotkunar.

Sjá nánar:

Afkvæmadómar nauta