Nautgriparækt fréttir

Fagfundur nautgriparæktarinnar, fimmtudaginn 23. okt.

Við minnum á fagfundur nautgriparæktarinnar sem verður haldinn fimmtudaginn 23. október 2025 í Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 13:00. Fundur er haldinn á vegum Fagráðs í nautgriparækt og er öllum opinn. Fundinum verður einnig streymt á netinu, sjá hlekk hér fyrir neðan dagskrá.
Lesa meira

Fyrsta íslenska kýrin sem nær 120 þús. kg mjólkur

Fyrir rétt um viku síðan urðu þau tímamót að Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd mjólkaði sínu 120 þúsundasta kg mjólkur. Þetta er að sjálfsögðu Íslandsmet í æviafurðum sem Bleik hefur reyndar slegið daglega frá því að hún náði metinu fyrir tæpu ári síðan. Bleik hafði um síðustu mánaðamót mjólkað 119.905 kg mjólkur og var þá í 10,2 kg dagsnyt. Að sögn Péturs Friðrikssonar, bónda á Gautsstöðum, er Bleik enn í um 10 kg/dag þannig að líklega fór hún yfir 120 þús. kg þann 9. október s.l.
Lesa meira

Fyrsti kálfurinn af kyngreindu sæði á Íslandi

Í gærkvöldi, 15. október 2025, fæddist fyrsti kálfurinn á Íslandi sem er tilkominn eftir sæðingu með kyngreindu sæði. Kýrin Birna 2309, dóttir Riddara 19011, átti þá nautkálf undan Lunda 23403 eins og ætlunin var því hún var sædd með Y-sæði þann 6. janúar s.l. Meðgöngutíminn reyndist því vera 282 dagar. Þetta er annar kálfur Birnu sem bar sínum fyrsta kálfi fyrir rétt rúmu ári, eða 4. október 2024. Ekki er annað að sjá en bæði móður og kálfi heilsist vel, kálfurinn þróttlegur og þéttvaxinn eins og vera ber með ætternið í huga. Kálfurinn hefur hlotið nafnið Björn, í höfuðið á fjósameistara Hvanneyrarbúsins.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn september

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, að septembermánuði loknum, má nú finna á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram um hádegi þann 13. október. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 433 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 116 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.989,4 árskúa á búunum 433 var 6.575 kg. eða 6.823 kg. OLM
Lesa meira

Fræðslufundur um kyngreint nautasæði

Föstudaginn 26. september n.k. verður haldinn fræðslufundur um kyngreint nautasæði á TEAMS. Fundurinn hefst kl. 11:00. Á fundinum mun Guðmundur Jóhannesson m.a. fara yfir niðurstöður tilraunarinnar sem gerð var með kyngreint sæði hérlendis s.l. vetur og hvaða atriði þarf að hafa í huga við notkun kyngreinds sæðis. Við hvetjum kúabændur til þess að fylgjast með fundinum en nú þegar kyngreint sæði er komið í almenna notkun er mikilvægt að huga að þeim atriðum sem skipta hvað mestu máli við notkun þess.
Lesa meira

Skýrslur nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn ágúst

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú að ágústmánuði liðnum, má nú finna á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram um hádegi þann 11. september. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í þessari frétt. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 436 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.392,8 árskúa á búunum 436 var 6.578 kg. eða 6.832 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Flýtileið í gripaleit í Huppu

Vakin er athygli á að búið er að setja inn flýtileið fyrir gripaleit inn í Huppu. Undir Huppu merkinu efst vinstra megin er nú kominn lítill gluggi þar sem hægt er að slá inn 4 stafa gripanúmer eða nafn á grip og þannig hoppa beint inn í upplýsingar um viðkomandi grip í stað þess að þurfa að fara inn í gripalistann í valmyndinni, finna gripinn og smella á hann þar til að opna gripaupplýsingarnar.
Lesa meira

Kyngreint sæði úr fleiri nautum komið í dreifingu

Hægt og bítandi fjölgar þeim nautum sem kyngreint sæði stendur til boða úr. Á flestum svæðum er hafin dreifing á kyngreindu sæði (X-sæði) úr Draupni 23040, Bigga 24004 og Kládíusi 24011. Á einhverjum svæðum hafa Brími 23025, Meistari 23038, Bolli 24002, Valens 24003 og Hálsi 24006 bæst í þann hóp. Þá er einnig komið X-sæði til dreifingar úr Angus-nautinu Mola 24402 á ákveðnum svæðum og Y-sæði úr Möskva 24404 stendur til boða á flestum svæðum.
Lesa meira

Kyngreint nautasæði komið í notkun

Nú hafa orðið þau miklu tímamót að kyngreint sæði er komið til notkunar og í fyrstu stendur það til boða úr þremur nautum. Hins vegar munu fleiri naut bætast í þann hóp þegar kyngreiningu og gæðaprófun lýkur. Samhliða þessu hafa verið gerðar breytingar á þeim nautum sem eru í dreifingu. Til notkunar koma nú átta ný naut og sex fara úr dreifingu. Þau naut sem koma ný til notkunar eru Meistari 23038 frá Litla-Dunhaga í Hörgárdal undan Óðni 21002 og Maddý 855 Jörfadóttur 13011, Draupnir 23040 frá Fagurhlíð í Landbroti undan Marmara 20011 og Dimmalimm 625 Steradóttur 13057, Stjóri 23041 frá Dæli í Fnjóskadal undan Kvóta 19042 og 1009 Piparsdóttur 12007, Bolli 24002 frá Miðskógi í Miðdölum undan Keili 20031 og Rakel 872 Búkkadóttur 17031, Valens 24003 frá Lyngbrekku á Fellsströnd undan Banana 20017 og Skessu 340 Hálfmánadóttur 13022, Biggi 24004 frá Flatey í Hornafirði undan Skálda 19036 og Gyðu 3272 Gyrðisdóttur 17039, Hálsi 24006 frá Signýjarstöðum í Hálsasveit undan Kvóta 19042 og 922 Óberonsdóttur 17046 og Kládíus 24011 frá Ósabakka á Skeiðum undan Garpi 20044 og Lilju 984 Sjarmadóttur 12090.
Lesa meira

Kynbótaskipulag með erfðamengisúrvali fyrir lítil kúakyn

Í hinu virta tímariti Journal of Dairy Science er búið að birta grein eftir Þórdísi Þórarinsdóttur, hjá RML, og Jón Hjalta Eiríksson og Egil Gautason, hjá LbhÍ. Meðhöfundar þeirra eru Jörn Rind Thomasen og Huiming Liu hjá Viking Genetics og Háskólanum í Árósum í Danmörku. Greinin fjalllar um kynbótaskipulag með erfðamengisúrvali í litlum kúakynjum og er sjónum einkum beint að áhrifum mikillar notkunar heimanauta, kyngreinds sæðis og fósturvísaflutninga á kynbótaskipulag. Ástæða er til að óska höfundunum til hamingju með birtinguna en það er ekki sjálfgefið að fá greinar birtar í ritrýndu tímariti á borð við Journal of Dairy Science. Hér á eftir verður farið nokkrum orðum efni greinarinnar.
Lesa meira