Nautgriparækt fréttir

Uppgjör skýrsluhaldsársins 2018 í nautgriparæktinni

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2018 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Á árinu 2017 tók gildi sú breyting að afurðaskýrsluhald er nú skilyrði fyrir greiðslum samkvæmt samningi um starfsskilyrði í nautgriparækt. Þetta þýðir að skýrsluhald er í raun og veru skylda fyrir alla framleiðendur mjólkur og nautakjöts, í það minnsta ætli menn að halda gripa- og beingreiðslum. Vegna þessa er þátttaka í skýrsluhaldi hérlendis um 100%
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður skýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2018

Fyrstu niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðslunnar í nautgriparæktinni birtast í dag, en með þeim fyrirvara að enn hafa ekki allar skýrslur borist og tími til yfirferðar og leiðréttinga ef þörf krefur er ekki liðinn. Því er rétt að skoða þær niðurstöður sem hér birtast með það í huga.
Lesa meira

Innlausnarvirði greiðslumarks 2019

Matvælastofnun hefur reiknað út og birt innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur og sauðfjár sem innleysa má til ríkisins samkvæmt ákvæðum í reglugerðum um stuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt en samkvæmt þeim ber stofnuninni að auglýsa innlausnarvirði eigi síðar en 1. janúar ár hvert.
Lesa meira

Nýjar reglugerðir um stuðning í landbúnaði

Fjórar nýjar reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað voru gefnar út í Stjórnartíðundum í dag en þær taka gildi 1. janúar 2019. Þetta í samræmi við ákvæði búvörusamninga frá 2016 og eru reglugerðirnar endurskoðaðar árlega. Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að reglugerðirnar séu að mestu leyti samhljóða reglugerðum sem að giltu um sama efni árið 2018 og breytingar flestar smávægilegar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nóvember 2018

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember hafa verið birtar á vef okkar. Ákveðnar breytingar voru gerðar nýlega og má vísa aftur til þess hér að Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt kynnti þær í grein á bls. 45 í Bændablaðinu þ. 1. nóvember sl. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lesturinn að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var um sl. miðnætti. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 534 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 105 búa þar sem eingöngu var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira