Nautgriparækt fréttir

Fréttir af DNA-sýnatöku úr kvígum

DNA-sýnataka samhliða einstaklingsmerkingu nautgripa hefur nú verið í gangi frá því s.l. vetur. Mælst er til þess að allar kvígur séu merktar með merkjum með sýnatökuglasi þannig að innan fárra ára verði allur íslenski kúastofninn arfgerðargreindur. Í dag er búið að merkja og skrá 1.891 kvígu í Huppu á 284 búum. Þessar kvígur eru fæddar frá og með 10. janúar til og með 17. ágúst á þessu ári. Á sama tíma hafa verið skráðar ásettar 6.153 kvígur á 493 búum. Á tímabilinu hefur því tekist að safna sýnum úr tæplega þriðjungi allra ásettra kvígna.
Lesa meira

Verð á arfgerðargreiningum nautkálfa

Einhverjir hafa tekið eða hafa hug á að taka DNA-sýni úr nautkálfum með það í huga að velja naut til notkunar heima á viðkomandi búi eða búum. Arfgerðargreiningar á nautum, öðrum en þeim sem verið að skoða til töku á nautastöð, eru ekki kostaðar af sameiginlegum fjármunum verkefnisins um erfðamengisúrval og verða því innheimtar sérstaklega.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í nýliðnum júlímánuði

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í júlí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru laust eftir hádegið þann 11. ágúst.
Lesa meira

Dreifing sæðis úr Angus-nautunum Jóakim og Jenna hafin

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Jóakim 21403 og Jenna 21405 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Þeir, Jóakim 21403 og Jenni 21405, eru báðir undan Jens av Grani NO74061. Móðurfaðir Jóakims er Li’s Great Tigre NO74039 en móðurfaðir Jenna er Horgen Erie NO74029.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 21. júlí.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2021

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2021 en hún byggir á gögnum frá 25 búum í nautaeldi.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Búið að greina fyrstu sýni hérlendis

Í vetur hófst sýnataka úr kvígum samhliða einstaklingsmerkingu og sýnataka því nánast alfarið í höndum bænda sjálfra í dag. Eins og jafnan þegar leitað er til bænda um samstarf hafa viðbrögð verið bæði jákvæð og góð. Þegar þetta er skrifað er búið að merkja og skrá í Huppu 1.106 gripi með sýnatökumerkjum. Sýnunum er safnað með mjólkurbílunum, þau síðan send til MS á Bitruhálsi í Reykjavík og þangað sækir starfsfólk Matís sýnin til greiningar. Með þessu góða samstarfi við Auðhumlu/MS hefur tekist að koma á einu skilvirkasta, einfaldasta og þægilegasta söfnunarkerfi DNA-sýna í heiminum.
Lesa meira

Breytt verklag við förgun mjólkurkúa

Eftirfylgni með reglum varðandi mjólkandi kýr sem koma til slátrunar hefur verið hert til þess að stuðla að aukinni velferð. Sláturleyfishafar hafa því breytt hjá sér verklagi varðandi flutninga á þann hátt að mjólkurkýr verða sóttar eins seint og hægt er að deginum og samdægurs þegar og þar sem því verður við komið. Einnig munu mjólkurkýr verða teknar fyrst að morgni til slátrunar í stað ungneyta. Þessar ráðstafnir snerta bændur í einhverjum tilvikum og er óskað eftir því við bændur að virkja eftirfarandi verklag:
Lesa meira

Öflug naut úr 2017 árgangi koma til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í morgun að lokinni kynbótamatskeyrslu núna í júní. Að þessu sinni urðu allmiklar breytingar á mati nautanna og er ástæðan einkum sú að spenaeinkunn var breytt á þann veg að nú er notast við kjörgildi hvað lengd og þykkt spena varðar. Þannig lækkar spenaeinkunn eftir því sem nautin gefa spena sem eru lengra frá kjörgildi. Með þessu er refsað fyrir of langa og of stutta spena sem og of þykka og of granna spena. Hæfilegir spenar fá því bestu einkunn. Í dreifingu koma fjögur ný naut fædd 2017. Þetta eru þeir Þróttur 17023 frá Ósi í Hvalfjarðarsveit undan Kletti 08030 og Gunnfríði 528, Þrælsdóttur 09068, Búkki 17031 frá Lundi í Lundarreykjadal undan Dropa 10077 og Sölku 266 Boltadóttur 09021, Ós 17034 frá Espihóli í Eyjafirði undan Úlla 10089 og 921 Kambsdóttur 06022 og Títan 17036 frá Káranesi í Kjós undan Úranusi 10081 og Súru 651 Dynjandadóttur 06024.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. júní. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.370,7 árskúa á búunum 484 reyndist 6.322 kg eða 6.383 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 50,4.
Lesa meira