Kynbótaskipulag með erfðamengisúrvali fyrir lítil kúakyn
21.08.2025
|
Í hinu virta tímariti Journal of Dairy Sceince er búið að birta grein eftir Þórdísi Þórarinsdóttur, hjá RML, og Jón Hjalta Eiríksson og Egil Gautason, hjá LbhÍ. Meðhöfundar þeirra eru Jörn Rind Thomasen og Huiming Liu hjá Viking Genetics og Háskólanum í Árósum í Danmörku. Greinin fjalllar um kynbótaskipulag með erfðamengisúrvali í litlum kúakynjum og er sjónum einkum beint að áhrifum mikillar notkunar heimanauta, kyngreinds sæðis og fósturvísaflutninga á kynbótaskipulag. Ástæða er til að óska höfundunum til hamingju með birtinguna en það er ekki sjálfgefið að fá greinar birtar í ritrýndu tímariti á borð við Journal of Dairy Science. Hér á eftir verður farið nokkrum orðum efni greinarinnar.
Lesa meira