Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars

Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 25,7 en árskýrnar voru að meðaltali 22,6. Meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 5.428,8 kg. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 504 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 111 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.655,6 árskúa á fyrrnefndum 504 búum var 6.376 kg eða 6.423 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 504 var 48,9.
Lesa meira

Erfðamengisúrval: Öll tekin sýni farin til greiningar

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn RML unnið að DNA-sýnatökum úr íslenska kúastofninum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Í þessu skyni hefur verið farið á samtals 173 bú um allt land auk Nautastöðvarinnar á Hesti. Samtals voru tekin 4.125 vefjasýni úr kúm og 106 vefjasýni úr nautum auk þess sem 63 sæðissýni fóru til greiningar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn febrúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 510 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 112 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.805,2 árskúa á fyrrnefndum 510 búum var 6.388 kg eða 6.504 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 510 búum var 48,6.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2017-2019

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu íslenskra kúabúa fyrir árin 2017-2019. Sumarið 2020 fór Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í það verkefni að fá kúabú til samstarfs um söfnun skýrsluhalds- og rekstrargagna fyrir árin 2017-2019. Vel gekk að fá bændur til þátttöku og voru það í heildina 90 bú sem tóku þátt.
Lesa meira

Sjö ný reynd naut í dreifingu

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja sjö ný reynd naut í notkun úr nautaárgöngum 2015 og 2016. Þarna er um að ræða síðasta hópinn úr 2015 árgangnum og fyrstu naut úr 2016 árgangi. Hinn firnasterki Bambi 08049 er um þessar mundir öflugur í íslenska kúastofninum og afkomendur hans áberandi. Við val nautanna er þó einnig reynt að horfa til óskyldra nauta svo sem kostur er.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ný ungnaut

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný ungnaut til viðbótar á nautaskra.net. Þessi naut eru öll fædd 2019, synir Sjarma 12090, Jörfa 13011 og Hálfmána 13022. Þessi naut eru Snafs 19039 frá Brúnastöðum í Flóa undan Sjarma 12090 og Vímu 938 Bakkusardóttur 12001, Kvóti 19042 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Sjarma 12090...
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.378 kg eða 6.517 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,3. Meðalfallþungi 8.905 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 251,1 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 746,1 dagur.
Lesa meira

Sýnataka vegna erfðamengisúrvals í gangi

Þessa dagana eru starfsmenn RML að taka og safna vefjasýnum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Búið er að taka 2.472 sýni á 98 búum þegar þetta er skrifað. Sýnatöku er lokið á Vesturlandi og í Rangárvalla- og Árnessýslum. Þá er sýnataka komin vel á veg í Húnavatnssýslum. Í næstu viku er ætlunin að klára sýnatöku þar ásamt Eyja- og Skagafirði og S-Þingeyjarsýslu. Veður og færð mun svo ráða því hvenær hægt verður að taka sýni á Austurlandi og Vestfjörðum sem vonandi verður þó innan skamms.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar 2020

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir árið 2020, bæði í mjólkur- og kjötframleiðslunni hafa nú verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir mjólkurframleiðendur sem skiluðu upplýsingum, en þó mismiklum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 541 en á árinu 2019 voru þeir 556. Niðurstöðurnar sýna að 25.649,0 árskýr skiluðu 6.384 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Upplýsingar um níu ungnaut til viðbótar

Nú eru komnar upplýsingar um níu ungnaut til viðbótar á nautaskra.net. Þessi naut eru öll fædd 2019 og meðal þeirra er að finna fyrstu syni Sjarma 12090, Hálfmána 13022 og Stera 13057 sem koma til dreifingar. Þessi naut eru Tindur 19025 frá Hvanneyri undan Sjarma 12090 og Syllu 1747 Klettsdóttur 08030, Gormur 19026 frá Sökku undan Sjarma 12090 og Gormu 1011 Baldadóttur 06010,
Lesa meira