Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn nóvember

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú þegar nóvembermánuður er á enda, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram á miðjan dag þann 11. desember. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en meiri upplýsingar má finna í töflunum sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 428 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær að þessu sinni til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.209,6 árskúa á búunum 428 var 6.630 kg. eða 6.883 kg. OLM
Lesa meira

Breytingar á nautsmæðraskrá og skrá yfir efnilegar kvígur

Fagráð í nautgriparækt hefur ákveðið að gera breytingar á nautsmæðraskrá og skrá yfir efnilegar kvígur, þ.e. flögguðum gripum í Huppu. Breytingin er sú að lágmörk fyrir kýr (nautsmæður) verður nú 108 í heildareinkunn og fyrir efnilegar kvígur 110 í heildareinkunn. Þessi breyting er gerð með hliðsjón af fjölda þeirra gripa sem standast þessi lágmörk og er það vona fagráðs að þetta eefli enn frekar þann hóp nautkálfa sem boðnir eru Nautastöðinni til kaups og kynbóta á íslenska kúastofninum. Um leið eru bændur hvattir til þess að láta vita ef flaggaðar kýr og/eða kvígur eignast nautkálf undan sæðinganauti með það í huga að hann verði keyptur á Nautastöðina.
Lesa meira

Nýjasta útgáfa af FANG-appinu

FANG-appið, til að panta kúasæðingar og fangskoðanir, var uppfært fyrir rúmlega viku og er nýjasta útgáfa númer 1.0.99. Við hvetjum alla til að uppfæra appið sem fyrst en í þessari útgáfu eru nokkrar gagnlegar nýjungar. Fyrst skal telja að nú er hægt að velja sæðistegund í pöntunarferlinu, þ.e. venjulegt sæði, Spermvital-sæði, X-sæði og Y-sæði. Sé ekkert valið er álitið sem svo að óskað sé eftir að nota venjulegt sæði. Þeir bændur sem láta gera fyrir sig pörunaráætlanir þurfa ekki að velja sæðistegund en appið les það beint úr pörunaráætluninni ásamt tillögu að nautum.
Lesa meira

Nú er tími haustskýrslna!

Síðasti skiladagur haustskýrslna er fimmtudaginn 20. nóvember. Á heimasíðu RML (www.rml.is) má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir búfjáreigendur sem vilja skila skýrslum sjálfir.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn október

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú þegar októbermánuður hefur runnið sitt skeið, má nú finna á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram undir hádegi þann 11. nóvember. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 429 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær að þessu sinni til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.152,8 árskúa á búunum 429 var 6.610 kg. eða 6.862 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu, nóvember 2024 til október 2025. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 429 búum var 56,3.
Lesa meira

Starfsdagar RML 5.-7. nóvember 2025

Sameiginlegur vinnufundur starfsfólks RML stendur yfir dagana 5.-7. nóvember. Á vinnufundinum kemur starfsfólk fyrirtækisins saman og vinnur að ýmsum verkefnum tengdu starfinu og þróun fyrirtækisins. Að þessu sinni er hann haldinn á Akureyri. Þessa daga verður því ekki hægt að ná beinu sambandi við starfsfólk okkar og ekki er viðvera á starfsstöðvum.
Lesa meira

Upptaka af fagfundi nautgriparæktarinnar

Fagfundur nautgriparæktarinnar 2025 var haldinn í gær, fimmtudaginn 23. október, á Hvanneyri. Fundurinn var prýðilega sóttur og all margir fylgdust einnig með beinu streymi á netinu. Fyrir þá sem ekki áttu heimangengt eða höfðu ekki tök á því að fylgjast með á netinu, þá hefur upptaka af fundinum verið sett á netið.
Lesa meira

Gagnaöflun til kynbóta – Ómmælingar á holdablendingum

Vorið 2024 hófust ómmælingar á holdagripum á Íslandi í verkefni sem RML stýrir með styrk úr þróunarfé nautgriparæktar. Markmiðið er að efla ræktunarstarf með nákvæmari upplýsingum um þykkt vöðva- og fitulags holdagripa og styðja við val á ásetningi með betri kjötgæðaeiginleika. Ómmælingar eru framkvæmdar með ómsjá sem gefur upplýsingar um bakvöðva og fitulag gripa. Aðferðin hefur verið notuð í nautgriparækt erlendis í áratugi og sýnt sig sem öflugt verkfæri í kynbótum. Á Íslandi hafa ómmælingar verið notaðar í sauðfjárrækt frá 1991, en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru nýttar markvisst í holdanautgriparækt.
Lesa meira

Fagfundur nautgriparæktarinnar, fimmtudaginn 23. okt.

Við minnum á fagfundur nautgriparæktarinnar sem verður haldinn fimmtudaginn 23. október 2025 í Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 13:00. Fundur er haldinn á vegum Fagráðs í nautgriparækt og er öllum opinn. Fundinum verður einnig streymt á netinu, sjá hlekk hér fyrir neðan dagskrá.
Lesa meira

Fyrsta íslenska kýrin sem nær 120 þús. kg mjólkur

Fyrir rétt um viku síðan urðu þau tímamót að Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd mjólkaði sínu 120 þúsundasta kg mjólkur. Þetta er að sjálfsögðu Íslandsmet í æviafurðum sem Bleik hefur reyndar slegið daglega frá því að hún náði metinu fyrir tæpu ári síðan. Bleik hafði um síðustu mánaðamót mjólkað 119.905 kg mjólkur og var þá í 10,2 kg dagsnyt. Að sögn Péturs Friðrikssonar, bónda á Gautsstöðum, er Bleik enn í um 10 kg/dag þannig að líklega fór hún yfir 120 þús. kg þann 9. október s.l.
Lesa meira