Nautgriparækt fréttir

Sumarfrí í júlí 2025 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er víða lítil viðvera á starfsstöðvum RML vegna sumarleyfa starfsfólks. Aðalnúmer RML 516-5000 er opið sem hér segir:  Mánudaga – fimmtudaga; kl 9-12 og 13-16. Föstudaga; kl 9-12. Eftir hádegi á föstudögum er lokað.
Lesa meira

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Við mjaltir nú í morgun (18. júní 2025) rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús. kg múrinn í æviafurðum og varð þar með tíunda íslenska kýrin til að ná þeim merka áfanga. Þetta er töluvert afrek hjá kú af kyni þar sem meðalafurðir eru um 6.500 kg á ári og í raun á sama skala og þegar að Holstein-kýr ná 200 þús. kg markinu. Snotra 273 er fædd 10. nóvember 2010, dóttir Sigurfara 08041 frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi og Leistu 249 Ljúfsdóttur 05040 en hann var frá Núpstúni í Hrunamannahreppi. Snotra átti sinn fyrsta kálf 22. janúar 2013 og hefur síðan þá borið 10 sinnum. Afkvæmin eru því orðin ellefu talsins, þar af fimm kvígur. Snotra hafði um síðustu mánaðamót mjólkað 99.507 kg yfir ævina og við síðustu mælingu núna í júní var hún í 28,5 kg. Samkvæmt því mjólkaði hún sitt 100 þúsundasta kg við mjaltir í Villingadal í morgun.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn maí

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuði, við lok maí, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar nokkuð var liðið á dag þann 11. júní. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 422 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 116 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.792,2 árskúa á búunum 422 var 6.555 kg. eða 6.804 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu.
Lesa meira

Tilraun með kyngreint sæði lokið

Tilrauninni með samanburð á venjulegu og kyngreindu sæði sem hefur staðið yfir frá því í janúar er nú formlega lokið. VIð tekur uppgjör sem lýkur ekki endanlega fyrr en 56 dögum eftir síðustu sæðingu með sæði úr tilrauninni. Á næstu dögum ættu þó að koma fram nokkuð sterkar vísbendingar um hver munurinn er milli þessara teggja sæðistegunda. Enn er eitthvað eftir af því sæði sem var tekið og ætlað í tilraunina. Þetta sæði stendur mönnum nú til boða þannig að nú er hægt að óska eftir kyngreindu sæði úr þessum nautum meðan að birgðir endast.
Lesa meira

Ný naut í notkun í byrjun júní

Nú er að koma til notkunar sæði úr níu nautum og fór sæði úr þeim frá Nautastöðinni á Hesti í vikunni. Það ætti því að vera að berast í kúta margra frjótækna um þetta leyti. Ekki er gott að tímasetja það nákvæmlega en það fer eftir ferðum og hvenær fyllt er á kúta einstakra frjótækna. Á einhverjum svæðum kunna að líða um tvær vikur þar til sæðið berst. Þessi naut eru öll fædd síðari hluta ársins 2023, allt miklir efnisgripir sem voru á sínum tíma valdir á grunni góðs erfðamats. Þetta eru ...
Lesa meira

Notendakönnun Huppu – ítarlegri niðurstöður

Um mitt sumar 2023 var könnun fyrir notendur Huppu sett í loftið. Niðurstöður hennar hafa nýst við forgangsröðun og stefnumótun fyrir áframhaldandi þróun á Huppu og undirbúningi nýrra verkefna eins og farið er yfir í nýju Bændablaðið. Eins og nefnt er í þeirri yfirferð birtum við hér á heimasíðunni heildarniðurstöður úr könnuninni fyrir þá sem hafa áhuga á að grúska í þær. Fjöldi þáttakenda var í heildina 162 kúabændur af 156 búum. Grunnspurningar s.s. varðandi framleiðslu, bústærð og staðsetningu voru skylduspurningar en þegar kom að spurningum sem snéru að notkun á kerfinu voru þær spurninar valfrjálsar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir aprílmánuð

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuði, við lok apríl, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar nokkuð var liðið á dag þann 12. maí. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á að mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.487,5 árskúa á búunum 441 var 6.546 kg. eða 6.804 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 441 búi var 55,5.
Lesa meira

Skjáborð og skýrslur bónda í Huppu

Nú hefur verið opnað á tvo nýja hluta í Huppu fyrir þá notendur sem greiða fyrir fullan aðgang að kerfinu. Þetta eru annars vegar Skýrslur bónda sem sjást nú sem nýr valmöguleiki undir Skýrslur og hins vegar Skjáborð sem er nú í valmyndinni fyrir neðan Skýrslur. Báðir þessir hlutar eru hugsaðir þannig að hver bóndi getur sett saman sína útgáfu eftir hentugleikum til að fá betri yfirsýn yfir sitt bú.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn marsmánuð

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, við endaðan mars, að liðnu jafndægri á vori, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram um hádegi þann 11. apríl. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á að mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu kúabúa 2021-2023

Út er komin skýrsla hjá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2021-2023. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum 187-192 kúabúa af landinu öllu sem endurspeglar um 45-49% af heildarmjólkurinnleggi landsins, vaxandi eftir árum. Það hlutfall ásamt samanburði við gögn frá fyrri árum bendir til að gagnasafnið gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira