Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn marsmánuð

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, við endaðan mars, að liðnu jafndægri á vori, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram um hádegi þann 11. apríl. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á að mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu kúabúa 2021-2023

Út er komin skýrsla hjá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2021-2023. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum 187-192 kúabúa af landinu öllu sem endurspeglar um 45-49% af heildarmjólkurinnleggi landsins, vaxandi eftir árum. Það hlutfall ásamt samanburði við gögn frá fyrri árum bendir til að gagnasafnið gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn febrúar

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að liðnum febrúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar liðið var að nóni þann 11. mars. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á að mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í hér neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 437 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.193,2 árskúa á búunum 437 var 6.531 kg. eða 6.790 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 437 búum var 55,4.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur

Nú styttist óðfluga í lokafrest umsókna um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2025, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars. Framkvæmdir sem eru yfir einni milljón króna eru styrkhæfar og er allt styrkhæft sem viðkemur endurnýjun, endurbótum og nýbyggingum. Þess ber þó að geta að tæknibúnaður er ekki styrkhæfur, nánari upplýsingar um það veita ráðunautar.
Lesa meira

Tangi 18024 besta nautið fætt 2018

Viðurkenning Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir besta nautið í árgangi 2018, var veitt á búgreinafundi nautgripabænda í gær, fimmtudaginn 27. feb. 2025. Fyrir valinu varð Tangi 18024 frá Vestri-Reyni undir Akrafjalli. Ræktendur Tanga 18024 eru þau Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Haraldur Benediktsson og tóku þau við viðurkenningunni úr höndum Rafns Bergssonar, formanns nautgripabænda. Tangi 18024 er undan Lúðri 10067 og 410 Kambsdóttur 06022.
Lesa meira

Afkoma nautakjötsframleiðenda 2021-2023

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2021-2023 en hún byggir á gögnum frá 37 nautgripabúum. Á árinu 2023 var nautakjötsframleiðslan á þessum búum samtals um 22% af framleiðslu nautakjöts á landvísu. Skýrslan lýsir mjög jákvæðri þróun í afkomu búanna á tímabilinu. Þegar upp er staðið ná afurðatekjur þó ekki að mæta framleiðslukostnaði að fullu. Eins og áður er áberandi hvað bændur eru að reikna sér lág laun miðað við vinnuframlag.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í janúar

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að nýliðnum janúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað um hádegisbil þann 11. febrúar. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en rétt er að benda á töflur þær sem tengill er í hér neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 442 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 113 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Kúaskoðun: Niðurstöður og samræmingarfundur

Á árinu 2024 voru skoðaðar 6.552 kýr á 295 búum víðs vegar um landið. Það gerir 22,2 kýr á bú að meðaltali. Helstu niðurstöður kúaskoðunar 2024 hafa verið birtar hérna á vefnum hjá okkur, sjá tengil neðar. Kúaskoðun þessa árs er hafin enda er þetta verkefni sem er stöðugt í gangi. Í síðustu viku hittust dómarar á Hvanneyri til þess að ráða ráðum sínum, samræma beitingu dómskalans og fara yfir ýmis atriði varðandi framkvæmd verkefnisins. Samræmingarfundurinn fór fram samhliða kennslu í kúadómum við Landbúnaðarháskólann. Verkleg kennsla og samræming kúadómara fór fram í fjósinu á Hvanneyri og við það tækifæri smellti Björn Ingi, fjósameistari, af meðfylgjandi mynd af þeim starfsmönnum RML sem koma að kúaskoðun á þessu ári.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrslna nautgriparæktarinnar árið 2024

Hér á eftir er farið yfir helstu niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar hér á landi fyrir árið 2024. Grein þessi er samhljóða þeirri sem nú birtist í Bændablaðinu. Eins og gefur að skilja þarf svona yfirlit ákveðinn undirbúning og því þarf einn daginn að ákveða að bíða ekki lengur eftir upplýsingum þeim sem enn kunna að vera ókomnar inn í grunn þann sem gögnin sem unnið er með eru sótt í. Sem dæmi má nefna voru upplýsingarnar um kjötframleiðsluna sóttar til vinnslu fyrir ríflega viku síðan og svipað gildir um mjólkurframleiðsluna, þannig að gögn sem bárust síðar eða eiga eftir að berast ná því miður ekki inn í uppgjörið. Telja má þó víst að þær tölur sem ekki náðu inn fyrir miðjan mánuðinn, breyti litlu sem engu um landsmeðaltöl því heimtur gagna mátti telja góðar á þeim tíma. Fyrst lítum við yfir mjólkurframleiðsluna en fast á eftir fylgir sú yfirferð sem varðar kjötframleiðsluna á nýliðnu ári.
Lesa meira

Upptaka af kynningarfundi um kyngreint sæði

Við vekjum athygli á að upptaka af kynningarfundi um kyngreint sæði er nú aðgengileg til áhorfs. Hægt er að nálgast upptökun með því að velja upptökur af fyrirlestrum hérna hægra megin á forsíðunni og fletta svo niður í nautgriparækt eða með því að nota hlekkinn hér fyrir neðan.
Lesa meira