Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, að enduðum ágúst, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað síðdegis hinn 12. september. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 442 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.461,2 árskúa á búunum 442 var 6.541 kg. eða 6.535 kg. OLM.
Lesa meira

Vantar þig aðstoð við hönnunarráðgjöf tengda fjárfestingastuðningi í nautgripa- eða sauðfjárrækt?

Minnt er á að huga snemma að aðstoð með hönnunarráðgjöf og aðbúnaðarteikningar varðandi endurbyggingu/breytingum eða nýbyggingum tengda fjárfestingastuðningi. Til að tryggja að nægur tími verði til að sinna öllum þeim sem óska eftir aðstoð RML, er ráðlagt að hafa samband í tíma. Ýtarlega var farið yfir ferli aðstoðar í fréttatilkynningu frá því í ágúst 2023 og má finna í tengil hér neðar.
Lesa meira

Kyngreining á nautasæði á Íslandi

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Nautastöðvar Bændasamtakanna (NBÍ ehf.) og STgenetics Europe B.V í Hollandi, dótturfyrirtækis STgenetics í Texas í BNA, um kyngreiningu á íslensku nautasæði. Samkomulagið felur í sér að STgenetics mun kyngreina allt að 2.500 skammta úr íslenskum nautum. Jafnframt er ætlunin að kyngreina eitthvert magn holdasæðis. Framkvæmdin verður með þeim hætti að til landsins kemur rannsóknastofa á hjólum sem lagt verður við Nautastöðina meðan vinnslan fer fram. Með henni kemur þjálfað starfsfólk sem sér um kyngreininguna að öllu leyti. Með þessum hætti sparast fjármunir sem annars hefðu farið í kaup á tækjabúnaði og uppsetningu á rannsóknastofu.
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir júlímánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, að liðnum júlí, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað að morgni hins 14. ágúst. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 118 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.302,8 árskúa á búunum 441 var 6.524 kg. eða 6.495 kg. OLM
Lesa meira

Nokkur orð um kúaskoðanir

Kúaskoðanir er eitt af þeim verkefnum sem RML sinnir við framkvæmd ræktunarstarfs í nautgriparækt. Dæmdir eru byggingareiginleikar hjá kúm á fyrsta mjaltarskeiði en skoðunin er forsenda fyrir því að hægt sé að reikna út kynbótamat fyrir þessa eiginleika. Tuttugu og þrír eiginleikar eru metnir skv. línulegum skala þar af tuttugu og einn af ráðunaut RML og tveir af bónda.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, þegar júní hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir hádegi þann 12. júlí. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 448 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 118 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.484,3 árskúa á búunum 448 var 6.525 kg. eða 6.565 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 448 búum var 54,7.
Lesa meira

Erfðaorsakir kálfadauða

Nú er í gangi rannsókn þar sem verið er að kanna hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum. Mikilvægur liður í rannsókninni er að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur sýni hafa náðst í vetur en þörf er á fleiri og því er óskað eftir aðstoð bænda. Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum. Sýnið er tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið er síðan geymt í frysti.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuðina, þegar maí er á enda runninn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað undir nón þann 11. júní. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 117 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.139,9 árskúa á búunum 441 var 6.518 kg. eða 6.480 kg. OLM
Lesa meira

Fjöldi arfgreindra nautgripa kominn yfir 30 þús.

Nú um mánaðamótin maí/júní náðist sá áfangi að fjöldi arfgreindra nautgripa fór yfir 30 þúsund, nánar tiltekið í 30.038. Af þessum rúmlega 30 þús. gripum eru 16.320 kýr, 12.042 kvígur og 1.676 naut. Skiptingin miðast við stöðu gripanna eins og hún er skráð í dag eins og sjá má hvað best á því að af rúmlega 16 þús. kúm eru 430 fæddar 2022, þ.e. þær voru arfgreindar sem kvígur eru nú orðnar mjólkurkýr. Stærstur hluti þessara gripa er fæddur 2023 en af gripum fæddum á því ári hafa verið arfgreind 361 naut og 8.645 kvígur.
Lesa meira