Nýjasta útgáfa af FANG-appinu
27.11.2025
|
FANG-appið, til að panta kúasæðingar og fangskoðanir, var uppfært fyrir rúmlega viku og er nýjasta útgáfa númer 1.0.99. Við hvetjum alla til að uppfæra appið sem fyrst en í þessari útgáfu eru nokkrar gagnlegar nýjungar. Fyrst skal telja að nú er hægt að velja sæðistegund í pöntunarferlinu, þ.e. venjulegt sæði, Spermvital-sæði, X-sæði og Y-sæði. Sé ekkert valið er álitið sem svo að óskað sé eftir að nota venjulegt sæði. Þeir bændur sem láta gera fyrir sig pörunaráætlanir þurfa ekki að velja sæðistegund en appið les það beint úr pörunaráætluninni ásamt tillögu að nautum.
Lesa meira