Nautgriparækt fréttir

Starfsdagar RML 5.-7. nóvember 2025

Sameiginlegur vinnufundur starfsfólks RML stendur yfir dagana 5.-7. nóvember. Á vinnufundinum kemur starfsfólk fyrirtækisins saman og vinnur að ýmsum verkefnum tengdu starfinu og þróun fyrirtækisins. Að þessu sinni er hann haldinn á Akureyri. Þessa daga verður því ekki hægt að ná beinu sambandi við starfsfólk okkar og ekki er viðvera á starfsstöðvum.
Lesa meira

Upptaka af fagfundi nautgriparæktarinnar

Fagfundur nautgriparæktarinnar 2025 var haldinn í gær, fimmtudaginn 23. október, á Hvanneyri. Fundurinn var prýðilega sóttur og all margir fylgdust einnig með beinu streymi á netinu. Fyrir þá sem ekki áttu heimangengt eða höfðu ekki tök á því að fylgjast með á netinu, þá hefur upptaka af fundinum verið sett á netið.
Lesa meira

Gagnaöflun til kynbóta – Ómmælingar á holdablendingum

Vorið 2024 hófust ómmælingar á holdagripum á Íslandi í verkefni sem RML stýrir með styrk úr þróunarfé nautgriparæktar. Markmiðið er að efla ræktunarstarf með nákvæmari upplýsingum um þykkt vöðva- og fitulags holdagripa og styðja við val á ásetningi með betri kjötgæðaeiginleika. Ómmælingar eru framkvæmdar með ómsjá sem gefur upplýsingar um bakvöðva og fitulag gripa. Aðferðin hefur verið notuð í nautgriparækt erlendis í áratugi og sýnt sig sem öflugt verkfæri í kynbótum. Á Íslandi hafa ómmælingar verið notaðar í sauðfjárrækt frá 1991, en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru nýttar markvisst í holdanautgriparækt.
Lesa meira

Fagfundur nautgriparæktarinnar, fimmtudaginn 23. okt.

Við minnum á fagfundur nautgriparæktarinnar sem verður haldinn fimmtudaginn 23. október 2025 í Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 13:00. Fundur er haldinn á vegum Fagráðs í nautgriparækt og er öllum opinn. Fundinum verður einnig streymt á netinu, sjá hlekk hér fyrir neðan dagskrá.
Lesa meira

Fyrsta íslenska kýrin sem nær 120 þús. kg mjólkur

Fyrir rétt um viku síðan urðu þau tímamót að Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd mjólkaði sínu 120 þúsundasta kg mjólkur. Þetta er að sjálfsögðu Íslandsmet í æviafurðum sem Bleik hefur reyndar slegið daglega frá því að hún náði metinu fyrir tæpu ári síðan. Bleik hafði um síðustu mánaðamót mjólkað 119.905 kg mjólkur og var þá í 10,2 kg dagsnyt. Að sögn Péturs Friðrikssonar, bónda á Gautsstöðum, er Bleik enn í um 10 kg/dag þannig að líklega fór hún yfir 120 þús. kg þann 9. október s.l.
Lesa meira

Fyrsti kálfurinn af kyngreindu sæði á Íslandi

Í gærkvöldi, 15. október 2025, fæddist fyrsti kálfurinn á Íslandi sem er tilkominn eftir sæðingu með kyngreindu sæði. Kýrin Birna 2309, dóttir Riddara 19011, átti þá nautkálf undan Lunda 23403 eins og ætlunin var því hún var sædd með Y-sæði þann 6. janúar s.l. Meðgöngutíminn reyndist því vera 282 dagar. Þetta er annar kálfur Birnu sem bar sínum fyrsta kálfi fyrir rétt rúmu ári, eða 4. október 2024. Ekki er annað að sjá en bæði móður og kálfi heilsist vel, kálfurinn þróttlegur og þéttvaxinn eins og vera ber með ætternið í huga. Kálfurinn hefur hlotið nafnið Björn, í höfuðið á fjósameistara Hvanneyrarbúsins.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn september

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, að septembermánuði loknum, má nú finna á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram um hádegi þann 13. október. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 433 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 116 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.989,4 árskúa á búunum 433 var 6.575 kg. eða 6.823 kg. OLM
Lesa meira

Fræðslufundur um kyngreint nautasæði

Föstudaginn 26. september n.k. verður haldinn fræðslufundur um kyngreint nautasæði á TEAMS. Fundurinn hefst kl. 11:00. Á fundinum mun Guðmundur Jóhannesson m.a. fara yfir niðurstöður tilraunarinnar sem gerð var með kyngreint sæði hérlendis s.l. vetur og hvaða atriði þarf að hafa í huga við notkun kyngreinds sæðis. Við hvetjum kúabændur til þess að fylgjast með fundinum en nú þegar kyngreint sæði er komið í almenna notkun er mikilvægt að huga að þeim atriðum sem skipta hvað mestu máli við notkun þess.
Lesa meira

Skýrslur nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn ágúst

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú að ágústmánuði liðnum, má nú finna á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram um hádegi þann 11. september. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í þessari frétt. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 436 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.392,8 árskúa á búunum 436 var 6.578 kg. eða 6.832 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Flýtileið í gripaleit í Huppu

Vakin er athygli á að búið er að setja inn flýtileið fyrir gripaleit inn í Huppu. Undir Huppu merkinu efst vinstra megin er nú kominn lítill gluggi þar sem hægt er að slá inn 4 stafa gripanúmer eða nafn á grip og þannig hoppa beint inn í upplýsingar um viðkomandi grip í stað þess að þurfa að fara inn í gripalistann í valmyndinni, finna gripinn og smella á hann þar til að opna gripaupplýsingarnar.
Lesa meira