Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni í október

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í október hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegið þann 13. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.205,8 árskúa á þessum búum, var 6.159 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja fimm ný naut úr 2011 árgangi í notkun sem reynd naut í stað nauta sem tekin verða úr notkun. Þetta er Laxi 11050 frá Laxamýri í Reykjahverfi, Roði 11051 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, Skellur 11054 frá Lágafelli í A-Landeyjum, Öllari 11066 frá Ölkeldu 2 í Staðarsveit og Bryti 11070 frá Akurey 2 í V-Landeyjum. Upplýsingar um þessi naut hafa verið uppfærðar á nautaskra.net sem og önnur reynd naut í notkun.
Lesa meira

Upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr 2016 árgangi

Komnar eru upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr 2016 árgangi á nautaskra.net. Þessi naut eru tilbúin til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti og fara til útsendingar á næstu vikum. Þetta eru fyrstu nautin sem koma til dreifingar sem áformað er að bjóða SpermVital-sæði úr en í lok nóvember eru væntanlegir sérfræðingar frá Noregi til þess að frysta sæði með þeirri aðferð. Ef allt gengur að óskum mun SpermVital-sæði því standa til boða úr þessum nautum í desember. Á næstunni verða birtar upplýsingar og leiðbeiningar til bænda um hvernig best verður staðið að notkun og hagnýtingu SpermVital-sæðis.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í september 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum september hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þann 11. október, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 24.887,8 árskúa á þessum búum, var 6.125 kg
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum ágúst hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir kl. 10 fyrir hádegi þann 11. september, höfðu skýrslur borist frá 535 búum. Reiknuð meðalnyt 24.176,2 árskúa á þessum búum, var 6.158 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Vaxtargeta íslenskra nauta í kjötframleiðslu

Við bendum á að út er komið Rit LbhÍ nr. 86 - Vaxtargeta íslenskra nauta í kjötframleiðslu. Höfundur þess er Þóroddur Sveinsson, lektor við LbhÍ. Ritið tekur saman niðurstöður rannsóknar sem hafði það að markmiði að meta vaxtargetu íslenskra nauta í kjötframleiðslu. Lýst er stöðu þekkingar ásamt ályktunum sem má draga af niðurstöðum. Einnig er fjallað almennt um nautaeldi þar sem m.a. eiginleikar íslenska kúakynsins til kjötframleiðslu eru bornir sama við önnur kúakyn.
Lesa meira

Upplýsingar um fjölda lifandi nautgripa

Á undangengnum misserum hefur verið rætt um nauðsyn þess að vakta væntanlegt framboð á nautakjöti og vinna framleiðsluspár fram í tímann svo bregðast megi tímanlega við sveiflum í framboði og eftirspurn. Meðal annars samþyykti aðalfundur LK 2017 tillögu þess efnis að koma á reglulegri vöktun á framleiðslu nautakjöts í samstarfi við RML og hagsmunaaðila. Í því skyni yrðu teknar saman nauðsynlegar upplýsingar og þær gerðar aðgengilegar fyrir bændur og hagsmunaaðila.
Lesa meira

Vefjasýnataka úr 7.500 nautgripum að fara í fullan gang

Undanfarin misseri hefur á vettvangi Bændasamtaka Íslands, í samstarfi við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands, verið unnið við undirbúning að mögulegri innleiðingu á erfðamengisúrvali í íslenskri nautgriparækt. Fyrsta hluta þess undirbúnings er um það bil að ljúka, en hann felst í greiningu á ýmsum þáttum er varða erfðafræðilega stöðu stofnsins, skyldleika hans við önnur kúakyn o.s.frv.
Lesa meira

Fjögur ný ungnaut úr 2016 árgangi í dreifingu

Nú eru fjögur ungnaut fædd 2016 að koma til dreifingar frá Nautastöð BÍ á Hesti. Um er að ræða Glám 16010 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Toppi 07046 og Bleik 840 Áradóttur 04043, Jarfa 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð undan Bamba 08049 og Völku 743 Stílsdóttur 04041, Búra 16017 frá Hvanneyri í Andakíl undan Bláma 07058 og Snúru 1569 Úranusdóttur 10081 og Róður 16019 frá Stóra-Dunhaga í Hörgárdal undan Keipi 07054 og Þrumu 451 Lykilsdóttur 02003. Þetta eru fyrstu synir Bláma 07058 og Keips 07054 sem koma til dreifingar.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júlí 2017

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í júlí síðastliðnum, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 560 búum. Reiknuð meðalnyt 24.910,4 árskúa á þessum búum, var 6.093 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira