Angus-kálfarnir á Stóra-Ármóti dafna vel

Draumur er orðinn 374 kg og hefur þyngst um 1742 g/dag.
Draumur er orðinn 374 kg og hefur þyngst um 1742 g/dag.

Aberdeen Angus-kálfarnir hjá NautÍs í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti eru rólegir og dafna vel en þeir eru vigtaðir á tveggja vikna fresti. Þeir Draumur, Vísir og Týr voru þyngstir þegar vigtað var þann 21. mars s.l.   Draumur er orðinn 374 kg og hefur því verið að þyngjast um 1.742 gr á dag til jafnaðar frá fæðingu. Vísir er 360 kg en hann hefur verið að þyngjast um 1.576 gr og Týr er 343 kg og hefur því þyngst um 1.508 gr á dag. Þyngsta kvígan er Birna en hún er 305 kg og hefur því verið að þyngjast um 1.377 gr. Vísa er næst þyngst af kvígunum, 304 kg en fæddist heldur léttari en Birna og hefur verið að þyngjast 1.387 gr á dag. Meðalþynging allra kálfa frá fæðingu er 1.352 gr á dag.

Kálfarnir eru allir rólegir en eru alveg til í að bregða á leik, einum þegar eitthvað skemmtilegt er um að vera. Einangrunartímabilinu lýkur í byrjun júlí, þannig að nú styttist í að hægt verið að fara að taka sæði úr nautunum. Nautastöð BÍ mun annast dreifingu þegar þar að kemur.

hes/gj