Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Dagskrá:
Dagur 1: Miðvikudagur 7.11.2018
- Flug frá Akureyri 04:30 lent í Keflavík 5:20 (fyrir Norðlendinga)
 
- Flug frá Keflavík 7:50 lent í á Gardemoen 11:30
 
- Rúta á vegum NLR sækir okkur á flugvöllinn 12:15
 
- 12:15 – 17:00 Matur og heimsókn á bæi (byrjum líklega á kornbændum til að minnka smithættu)
 
Dagur 2: Fimmtudagur 8.11.2018
- 9:00 – 11:30 fyrirlestrar frá NLR um norskan landbúnað, félagsbú (samdrift) og tæknivæðingu.
 
- 11:30 – 12:30 Hádegismatur
 
- 12:30 – 17:00 Heimsóknir á bæi - mjólkurframleiðsla
 
Dagur 3: Föstudagur 9.11.2018
- 9:00 – 12:00 Heimsóknir á bæi
 
- 12:00 – 13:00 Hádegismatur
 
- 13:00 – 17:00 Heimsóknir á bæi meðal annars verður skoðuð heimavinnsla
 
Dagur 4: Laugardagurinn 10.11.2018
- Thon Hotel Panorama í miðbæ Osló
 
- Lestarferð upp til Lillestrom (c.a. 12mín í lest)
 
- 9:00 – 18:00 Landbúnaðarsýningin Agrotekknik 2018
 
Dagur 5: Sunnudagur 11.11.2018
- Flug frá Gardemoen 13:00 lent í Keflavík 15:05
 
- Flug frá Keflavík 17:15 lent á Akureyri 18:05 (fyrir Norðlendinga)
 
Verð: (með fyrirvara)
|   | 
Einstaklingsherbergi | 
Tveggja manna herbergi | 
| Frá Akureyri | 
265.000.- | 
245.000.- | 
| Frá Keflavík | 
235.000.- | 
215.000.- | 
 
Með fyrirvara um lágmarksfjölda.
Þeir sem vilja sleppa landbúnaðarsýningunni hafi samband til að fá verð.
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Sigtrygg Veigar í síma 516 5065 eða í gegnum netfangið sigtryggur@rml.is.
Sjá nánar: 
Heimasíða Agroteknikk 2018
Heimasíða Norsk Landbruksrådgiving 
svh/okg