Fyrsti kálfurinn af kyngreindu sæði á Íslandi

Fyrsti kálfurinn af kyngreindu sæði á Íslandi (Mynd: Hvanneyrarbúið)
Fyrsti kálfurinn af kyngreindu sæði á Íslandi (Mynd: Hvanneyrarbúið)

Í gærkvöldi, 15. október 2025, fæddist fyrsti kálfurinn á Íslandi sem er tilkominn eftir sæðingu með kyngreindu sæði. Kýrin Birna 2309, dóttir Riddara 19011, átti þá nautkálf undan Lunda 23403 eins og ætlunin var því hún var sædd með Y-sæði þann 6. janúar s.l. Meðgöngutíminn reyndist því vera 282 dagar. Þetta er annar kálfur Birnu sem bar sínum fyrsta kálfi fyrir rétt rúmu ári, eða 4. október 2024. Ekki er annað að sjá en bæði móður og kálfi heilsist vel, kálfurinn þróttlegur og þéttvaxinn eins og vera ber með ætternið í huga. Kálfurinn hefur hlotið nafnið Björn, í höfuðið á fjósameistara Hvanneyrarbúsins.