Ný reynd naut til notkunar

Bjarki 15011
Bjarki 15011

Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu mánuði. Ákveðið var að setja fyrstu naut úr 2015 árgangi nauta í notkun ásamt einu nauti úr 2014 árgangi. Þarna koma til notkunar fyrstu synir Topps 07046, Laufáss 08003 og Bamba 08049 að lokinni afkvæmaprófun. Þau naut sem koma nú til notkunar eru Vals 14087 frá Brúnastöðum, f. Laufás 08003 og mf. Flói 02029, Kætir 15004 frá Núpstúni, f. Toppur 07046 og mf. Síríus 02032, BJarki 15011 frá Akri, f. Laufás 08003 og mf. Ás 02048, Risi 15014 frá Syðri-Bægisá, f. Laufás 08003 og mf. Hjarði 06029, Golíat 15018 frá Keldudal, f. Laufás 08003 og mf. Bolti 09021 og Jólnir 15022, f. Bambi 08049 og mf. Sússi 05037.

Nautsfeður næstu mánuði verða óbreyttir, þ.e. Pipar 12007, Jörfi 13011, Hálfmáni 13022, Ýmir 13051 og Kláus 14031.

Jafnframt var ákveðið að taka Svan 14068 úr dreifingu en notkun hans hefur verið lítil og því ekki talin ástæða til að hafa hann lengur í notkun.

Nýju reyndu nautin munu berast í kúta frjótækna um land allt við næstu áfyllingar.