RML á aðalfundi Landssambands kúabænda

Aðalfundur Landsamband kúabænda var haldinn á Hótel Kea á Akureyri dagana 24. og 25. mars. Eins og undanfarin ár var Fagþing í nautgriparækt haldið á sama tíma, eða eftir hádegi þann 24. mars. Margt var um manninn en veðrið hafði þó sitt að segja og voru þó nokkuð margir gestir sem ekki komust vegna veðurs. Erindin á Fagþinginu voru fróðleg og var komið inn á flestar hliðar nautgriparæktarinnar, hvort sem var kynbætur, vinnuhagræðingu eða sölu á afurðum svo eitthvað sé nefnt.

RML var með kynningarbás á Fagþinginu og var hann nokkuð vel sóttur.

Getraun var í básnum og tóku margir þátt. Spurt var um hvað var stigahæsta nautið í 2007 árgangnum, í hvaða fjósi Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra kyssti kúna og í lok hvaða holdanautakyn til stendur að flytja til landsins á næstunni.

Það voru 13 með rétt svör, og var dregið úr þeim, Anna Guðrún Grétarsdóttir, starfsmaður í skýrsluhaldi hjá RML sá um að draga úr réttum svörum. Vinningshafinn er Aðalsteinn Hallgrímsson, stórbóndi í Garði í Eyjafjarðarsveit, óskum við honum innilega til hamingju með vinninginn. Haft verður samband við Aðalstein.

Við þökkum öllum sem kíktu við í básnum okkar fyrir komuna.

eng/okg