Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi forsenda stuðningsgreiðslna

Skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum á næsta ári, þ.e. bein- og gripagreiðslum, greiðslum út á kjötframleiðslu og fjárfestingastuðningi, er þátttaka í afurðaskýrsluhaldi. Fyrir þá sem nú þegar eru í skýrsluhaldi er um minni háttar breytingar að ræða en þeir sem utan þess standa þurfa að hefja skýrsluhald til þess að njóta stuðnings.

Athygli er vakin á því að þeir mjólkurframleiðendur sem ekki eru í skýrsluhaldi og allir framleiðendur nautakjöts (utan þeirra sem eru mjólkurframleiðendur og í skýrsluhaldi nú þegar) þurfa að tilkynna um þátttöku til Matvælastofnunar, Búnaðarstofu fyrir 27. desember n.k. í þjónustugátt MAST. ATHUGIÐ að til þess að skrá sig inn á þjónustugátt MAST þarf annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil.

Nánari upplýsingar er að finna í grein sem birtist í Bændablaðinu í dag og fylgir hér með. 

Starfsfólk RML er boðið og búið til aðstoðar í öllu því sem að skýrsluhaldi lýtur nú sem endranær.

Sjá nánar:

Breytingar á skýrsluhaldi í nautgriparækt: Skýrsluhald skilyrði fyrir greiðslum 

/gj