Þrjú ný ungnaut fædd 2019

Samson 19060.
Samson 19060.

Þá eru komnar upplýsingar um þrjú síðustu nautin úr 2019 árgangnum á nautaskra.net. Þetta eru þeir Samson 12060 frá Egilsstöðum á Völlum undan Stera 13057 og Dorrit 12019 Baldadóttur 06010, Binni 12064 frá Brúsastöðum í Vatnsdal undan Bakkusi 12001 og Blesu 847 Bárðardóttur 13027 og Bússi 12066 frá Búvöllum í Aðaldal undan Stera 13057 og Mjólká 845 Dynjandadóttur 06024.

Þessi naut eru ekki komin í dreifingu enn og bíða þess að dreifingu ungnautasæðis vindi fram. Nú er orðið ljóst að þetta eru síðustu nautin sem koma til dreifingar úr 2019 árgangi og eru þau þá orðin 30 talsins. Miðað við síðari ár er það svona meðalstór árgangur. Ekki er hægt að segja annað en faðerni 2019 nautanna sé dreift en alls eiga 10 naut syni í árgangnum þó Bakkus 12001 eigi flesta.

Sjá nánar:

Nautaskra.net