Umræðufundir fyrir nautakjötsframleiðendur

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtök Íslands bjóða nautakjötsframleiðendum til umræðufunda. Fulltrúar RML kynna efni úr bæklingnum „Holdagriparækt“ sem birtur var á heimasíðu RML s.l. vor. Höskuldur Sæmundsson af markaðssviði BÍ kynnir efni úr nýja bæklingnum „Íslensk gæðanaut – framleiðsla og meðhöndlun“ sem gerður var í tengslum við Íslenskt gæðanaut. Á fundunum verður farið yfir efni þessara bæklinga og viljum við hvetja bændur til að taka virkan þátt í umræðum í kjölfarið. Frá 5. nóvember verða á heimasíðu RML einnig aðgengilegar fjórar kynningar á efni úr bæklingnum Holdagriparækt.

Á fundunum verður sérstaklega farið yfir:

  • Ræktunarstefnu og markmið holdagripabænda
  • Þjónustuþörf bænda – hvernig þjónustu vilja holdagripabændur og nautakjötsframleiðendur frá RML
  • Stöðu gæða- og markaðsstarfs í íslenskri nautgriparækt

Staðarfundir verða á tveimur stöðum. Báðum fundum verður streymt í gegnum Teams en þar má einnig taka þátt í umræðunni. Til að komast inn á fundina í gegnum Teams, smellið á slóðirnar hér neðar.

Þriðjudagur 9. nóvember kl. 12.30 - Félagsheimilið Ljósheimar, Skagafirði
 - Teams-slóð, opið fyrir tengingu frá kl. 12:15

Miðvikudagur 17. nóvember kl. 19.30 á Stóra-Ármóti í Flóa
 - Teams-slóð, opið fyrir tengingu frá kl. 19:15

Sjá nánar: 
Holdagriparækt

/okg