Upplýsingar um níu ungnaut til viðbótar

Simbi 19037. Mynd: NBÍ
Simbi 19037. Mynd: NBÍ

Nú eru komnar upplýsingar um níu ungnaut til viðbótar á nautaskra.net. Þessi naut eru öll fædd 2019 og meðal þeirra er að finna fyrstu syni Sjarma 12090, Hálfmána 13022 og Stera 13057 sem koma til dreifingar. Þessi naut eru Tindur 19025 frá Hvanneyri undan Sjarma 12090 og Syllu 1747 Klettsdóttur 08030, Gormur 19026 frá Sökku undan Sjarma 12090 og Gormu 1011 Baldadóttur 06010, Slöttur 19027 frá Innri-Kleif undan Bakkusi 12001 og 1056 Ýmisdóttur 13051, Mínus 19028 frá Hjarðarfelli undan Bakkusi 12001 og Fermingu 497 Dynjandadóttur 06024, Lottó 19029 frá Stóra-Dunhaga undan Stera 13057 og Lukku 628 Bambadóttur 08049, Randi 19030 frá Hjartarstöðum undan Sjarma 12090 og Rák 699 Hryggsdóttur 05008, Skýr 19034 frá Núpi 3 undan Stera 13057 og Tertu 750 Bambadóttur 08049, Skáldi 19036 frá Skáldsstöðum undan Hálfmána 13022 og Bjartey 493 Klettsdóttur 08030 og Simbi 18037 frá Birtingaholti 4 undan Bakkusi 12001 og Gullbrá 1604 Úlladóttur 10089.

Þessi naut koma til notkunar á næstu vikum eða eftir því sem sæðisdreifingu úr óreyndum nautum vindur fram. Að venju er einnig að finna pdf-skjal á nautaskra.net með sambærilegum upplýsingum til útprentunar kjósi menn svo.