Upplýsingar um fjögur ný ungnaut úr 2014 árgangi
24.08.2015
Nú eru komnar upplýsingar á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net, um fjögur ný ungnaut úr 2014 árgangi nauta. Þessi naut munu koma til dreifingar á allra næstu dögum. Um er að ræða Ver 14009 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum undan Vindli 05028 og Gullbrá 518 Gyllisdóttur 03007, Skara 14011 frá Breiðavaði í Eiðaþinghá undan Baugi 05026 og Títlu 509 Hólsdóttur 07037, Prófíl 14018 frá Hvammi í Eyjafirði undan Víðkunni 06034 og Tvíböku 1155 Ófeigsdóttur 02016 og Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010.
Lesa meira