Mjólkurvörur úr sauðamjólk

Landssamtök sauðfjárbænda hafa sett af stað verkefnið "Sauðamjólk" í samvinnu við RML og Matís. Tilgangur þess er að hvetja til aukinnar sauðamjólkurframleiðslu og stuðla að auknu framboði afurða úr henni.

Á bls. 29 í Bændablaðinu 20. mars og á heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda er auglýst eftir áhugasömum bændum til samstarfs. Gert er ráð fyrir að þeir sem valdir verða til þáttöku fái aðgang að ráðgjöf um framleiðsluhætti og/eða vöruþróun frá samstarfsaðilum LS.

Ennfremur er bent á grein Árna B. Bragasonar hjá RML um efnið, sem birtist í Bændablaðinu 20. mars.

Sjá nánar: 

Er mögulegt að framleiða íslenska sauðaosta, eftir Árna B. Bragason

Frétt á vef landssamband sauðfjárbænda 

abb/okg