Nýsköpun fréttir

Sýnataka vegna erfðamengisúrvals í gangi

Þessa dagana eru starfsmenn RML að taka og safna vefjasýnum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Búið er að taka 2.472 sýni á 98 búum þegar þetta er skrifað. Sýnatöku er lokið á Vesturlandi og í Rangárvalla- og Árnessýslum. Þá er sýnataka komin vel á veg í Húnavatnssýslum. Í næstu viku er ætlunin að klára sýnatöku þar ásamt Eyja- og Skagafirði og S-Þingeyjarsýslu. Veður og færð mun svo ráða því hvenær hægt verður að taka sýni á Austurlandi og Vestfjörðum sem vonandi verður þó innan skamms.
Lesa meira

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira

Lambaþoni lokið

Um helgina fór fram Lambaþon sem er 24 klst keppni um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár. Keppnin var hnífjöfn en alls 6 lið tóku þátt. "Kynnum kindina" var sú hugmynd sem bar sigur af hólmi en hún gengur út á að kynna kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og að gefa ferðamönnum kost á að upplifa með auðveldum hætti ýmis störf í sveitum landsins sem tengjast sauðfé.
Lesa meira

Gríptu boltann!

Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stóðu í ágústmánuði fyrir fundaherferð með það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Á fundunum sem voru fjórir talsins, voru haldin erindi um markmiðasetningu og reynslu af nýsköpun, ásamt því að kynntir voru ýmsir sjóðir sem hægt er að sækja í þegar verið er að koma nýjum verkefnum af stað.
Lesa meira

Gríptu boltann

Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins standa í ágústmánuði fyrir fundaherferð með það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Aðalfyrirlesari fundanna er Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta og mun hann flytja erindi sem ber nafnið "Leiðin til sigurs".
Lesa meira

Gríptu boltann - Átaksverkefni RML og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins

Undanfarin tvö ár hefur orðið gríðarlegt verðfall á afurðastöðvaverði sauðfjárafurða og hefur það veikt mjög rekstrargrundvöll sauðfjárbúa. Þessi staða hefur mismunandi áhrif milli landssvæða, vegna mismunandi vægis sauðfjárræktar í atvinnulífi einstakra svæða. Flestum er þó ljóst að staðan sem nú er uppi er raunveruleg ógn við þau byggðalög sem reiða sig hvað mest á sauðfjárrækt sem atvinnugrein.
Lesa meira

Nyjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga og innlausnarvirði greiðslumarks

Milli jóla og nýárs voru gefnar út nýjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga, þ.e. almennan stuðning í landbúnaði, garðyrkju, nautgripa- og sauðfjárrækt. Ekki er um miklar breytingar að ræða á formi stuðnings milli ára og flestar breytingar eingöngu til þess að skerpa á eða skýra ákveðin atriði. Þó verður að geta þess að greiðslumark mjólkur er aukið um eina milljón lítra og verður 145 milljónir lítra á verðlagsárinu 2018. Varðandi stuðning í sauðfjárrækt koma ákvæði um fjárfestingastuðning til framkvæmda á þessu ári og við bætist einnig svokallaður býlisstuðningur.
Lesa meira

Mjólkurvörur úr sauðamjólk

Landssamtök sauðfjárbænda hafa sett af stað verkefnið "Sauðamjólk" í samvinnu við RML og Matís. Tilgangur þess er að hvetja til aukinnar sauðamjólkurframleiðslu og stuðla að auknu framboði afurða úr henni.
Lesa meira