Stefnumót - Um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

Miðvikudaginn 30. mars bjóða Bændasamtökin, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matís og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins bændum og öllum hagaðilum í landbúnaði til stefnumóts um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði.

Stofnanirnar sem að viðburðinum standa munu flytja stutt erindi og svo opnum við á lifandi umræður um helstu áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir og það hvar tækifærin liggja.

Viðburðurinn er haldinn að Hótel Natura í Reykjavík og hefst kl. 13:00.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að fylgjast með erindum í gegnum streymi.

Dagskrá:

  • 13:00 – Setning – Gunnar Þorgeirsson setur fundinn og skipar fundarstjóra
  • 13:10 – Matís erindi
  • 13:30 – LbhÍ erindi
  • 13: 50 – RML erindi
  • 14:10 kaffi hlé
  • 14:30– Hugarflug
  • 15:30 - fundarlok

Sjá nánar: 
Stefnumót um verðmætaaukningu og nýsköpun í landbúnaði

/okg