1. febrúar nálgast – Ert þú búinn að panta arfgerðargreiningu fyrir þínar kindur?

Þeir sem hafa hug á því að vera með í átaksverkefninu – riðuarfgerðargreiningar 2022, þurfa að panta í síðasta lagi 1. febrúar til að eiga möguleika á því að fá úthlutaðar niðurgreiddar arfgerðargreiningar. Það er Þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar sem styrkir þetta verkefni og gerir það mögulegt að hægt sé að bjóða hverja greiningu á 850 kr án vsk.

Gert er ráð fyrir að næstkomandi föstudag (4. febrúar) verði sent svarbréf með tölvupósti á alla þátttakendur og þeim verði þá sendar upplýsingar um næstu skref. Væntanlega verður hægt að senda út fyrstu skammta af sýnatökuefni nú í lok vikunar.

Áfram verður þó hægt að panta greiningar og sýnatöku, þó úthlutun á niðurgreiddu greiningunum ljúki. Hægt verður að njóta þeirra hagstæðu kjara sem bjóðast í gegnum verkefnið fram til vors, sem eru 2.350 kr án vsk þar sem skoðuð eru 6 sæti á príongeninu.

Sjá nánar: 
Panta þátttöku
Upplýsingar um arfgerðargreiningar vegna riðu

/okg