Ætlar þú að kaupa hrút í haust?
27.08.2025
|
Minnt er á að samkvæmt upplýsingum á vef MAST þarf að vera búið að sækja um leyfi til að kaupa líflömb fyrir 1. september. Um er að ræða tvennskonar leyfi. Annars vegar hefðbundið kaupaleyfi lamba úr líflambasöluhólfum þar sem ekki þarf að tilgreina við hvaða bú er verslað. Hinsvegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til flutnings á lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir af öðrum svæðum en líflambasölusvæðum og þá gert ráð fyrir að bú séu tilgreind. Sótt er um leyfi í gegnum heimasíðu MAST.
Lesa meira