Sauðfjárrækt fréttir

Samningur um verkefnið "Betri gögn, bætt afkoma"

Þann 11. júní var undirritaður samningur um verkefnið „Betri gögn, bætt afkoma“ milli Atvinnuvega- og nýskpöpunarráðuneytis, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Landssamtaka sauðfjárbænda. Verkefnið er liður í aðgerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar sem ráðherra kynnti í febrúar 2021 og er þungamiðja aðgerðar um sértæka vinnu vegna sauðfjárræktarinnar. 
Lesa meira

Nýir hrútar bætast í hóp sæðingastöðvahrúta

Nú í vor, voru valdir 9 nýir hrútar fyrir sæðingastöðvarnar. Hér er aðallega verið að horfa til hrúta sem eru komnir með talsverða reynslu og flestir þeirra farnir að sanna sig eitthvað sem ærfeður. Í þessum hópi eiga því að vera mjög spennandi alhliða kynbótahrútar. Fleiri hrútar verða síðan valdir í haust þegar niðurstöður afkvæmarannsókna liggja fyrir.
Lesa meira

Á garðabandinu – fræðslufundur fyrir sauðfjárbændur

Miðvikudaginn 21. apríl (síðasta vetrardag) verður boðið til fræðslufundar á Teams um eitt og annað sem tengist sauðburði. Fundurinn hefst kl 13:30. Árni B. Bragason mun fara yfir niðurstöður könnunar sem um 300 sauðfjárbú tóku þátt í nú í mars og hefur vinnuheitið, Fleiri lömb til nytja. Sigríður Ólafsdóttir kynnir hugmyndir að verkferlum á sauðburði fyrir einstök bú. Í framhaldinu er ætlunin að bjóða bændum aðstoð við gerð verkferla á sauðburði, sem byggja á forsendum hvers og eins.
Lesa meira

Afkomuvöktun sauðfjárbúa 2017-2019

Helstu niðurstöður úr verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ fyrir árin 2017-2019 liggja nú fyrir og hafa allir þátttakendur fengið senda skýrslu með niðurstöðum fyrir sitt bú. Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu íslenskra kúabúa fyrir árin 2017-2019.
Lesa meira

Sauðfjárrækt - Kynbótamat fyrir mjólkurlagni hefur verið uppfært

Kynbótamat í sauðfjárræktinni hefur verið uppreiknað fyrir mjólkurlagni og fært inn í Fjárvís.is. Mjólkurlagnismatið breytist nokkuð þar sem það uppfærist nú m.t.t. afurðagagna síðasta árs. Ef horft er til sæðingastöðvahrútanna þá er það Dólgur 14-836 frá Víðikeri sem stendur efstur stöðvahrúta fyrir mjólkurlagni en hann hækkar um 1 stig í þessum útreikningum.
Lesa meira

Niðurstöður afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Niðurstöður úr öllum afkvæmarannsóknum frá framleiðsluárinu 2020 eru nú aðgengilegar hér á vefnum. Að vanda er fjallað um niðurstöður hverrar afkvæmarannsóknar og vakin athygli á efstu hrútum. Þarna má því finna umfjöllun um 77 afkvæmarannsóknir á vegum bænda og 8 rannsóknir þar sem sæðingastöðvahrútar voru prófaðir. Helstu niðurstöður fyrir þá hrúta sem valdir voru á stöðvarnar í haust úr afkvæmarannsóknum hafa verið birtar í Hrútaskránni en hér má m.a. fræðast um keppinauta þeirra.
Lesa meira

Villa í haustuppgjöri Fjárvís

Á næstu dögum munu notendur Fjárvís verða varir við breytingar í haustuppgjörum sínum þar sem öll haustuppgjör frá árinu 2015 verða endurreiknuð. Ástæðan er villa í kóðanum sem reiknar uppgjörið.
Lesa meira

Námskeið – gæðastýring í sauðfjárrækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur fyrir námskeiði fyrir nýja þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Námskeiðið er rafrænt og fer fram fimmtudaginn 14. janúar. Skráning fer fram á afurd.is (AFURÐ – greiðslukerfi landbúnaðarins) og þar undir umsóknir – sauðfjárrækt – Námskeið gæðastýring. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu (nr. 511/2018), farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og skýrsluhald og fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir.
Lesa meira

Þríeykið í Borgarnesi vinsælast

Sauðfjársæðingavertíðin gekk vel í nýliðnum desembermánuði. Veðurfar var hagstætt til flutninga á sæði út um landið en oft hefur ófærð sett strik í reikninginn. Þá fékk hrútakosturinn góðar viðtökur og jukust sæðingar talsvert á milli ára. Útsendir skammtar frá sæðingastöðvunum voru samanlagt 37.297 talsins og fjölgar þeim milli ára um 6.044 skammta. Heldur fleiri skammtar voru sendir út frá Borgarnesi en frá Þorleifskoti þetta árið. Frá Borgarnesi voru sendir út 19.097 skammtar en Þorleifskot 18.200.
Lesa meira

Loftslagsvænn landbúnaður - Auglýst eftir þátttakendum

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir fimmtán þátttakendum, til allt að fimm ára, sem eru í gæðastýrðri sauðfjárrækt og hafa áhuga á að gera loftslagsvæna aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn og taka virkan þátt í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Lesa meira