Sauðfjárrækt fréttir

Vegna kaupa og sölu á líflömbum

Nú í haust hefur líflambasala á milli bæja verið talsvert meiri en undanfarin ár og greinilegt að bændur hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í líflömbum með spennandi arfgerðir með tilliti til riðunæmis. RML vill beina því til bænda sem eru að kaupa líflömb að gera upp sitt skýrsluhald áður en að þeir samþykkja nýja gripi inn á bæinn.
Lesa meira

Dómagögn og sláturupplýsingar vegna hrútaskrár

Nú er lambadómum haustsins að mestu lokið og sláturtíð einnig að ljúka. Hafinn er undirbúningur að hrútaskrá. Því er mikilvægt að allir dómar séu skráðir sem fyrst inn í Fjárvís. Stefnt er á að taka út gögn vegna kynbótamatskeyrslu vegna hrútaskrár mánudaginn 28. október. Því eru bændur hvattir til að staðfesta sláturupplýsingar í Fjárvís og þeir sem eiga óskráða dóma að koma þeim einnig inn í kerfið fyrir næsta mánudag.
Lesa meira

Gripir sem komast ekki í gegnum villuprófun við arfgerðargreiningu

Undanfarið höfum við hjá RML fengið til okkar allnokkrar fyrirspurnir varðandi gripi sem eru arfgerðagreindir, en fá ekki flagg, heldur tákn með hvítu spurningamerki á svörtum grunni á sama stað og flöggin ættu að birtast. Þetta þýðir að niðurstaða arfgerðargreiningarinnar stóðst ekki villuprófun. Langalgengasta ástæðan er sú að niðurstaða grips passar ekki við niðurstöður foreldra.
Lesa meira

Áreiðanleiki arfgerðagreininga

Frá því að leitin að verndandi arfgerðum og átaksverkefni í riðuarfgerðargreiningum hófst árið 2022 hafa verið lesnar inn í Fjárvís arfgerðargreiningar fyrir tæplega 125 þúsund gripi frá 4 greiningaraðilum. Fyrir voru í Fjárvís niðurstöður eldri greininga fyrir tæplega 8 þúsund gripi. Út frá þessum gögnum hefur Fjárvís síðan sett saman arfgerðir fyrir eitt eða fleiri sæti hjá vel yfir 200 þúsund gripum í gagnagrunninum. Allt í allt eru því nú tæplega 370 þúsund gripir í gagnagrunni Fjárvís með upplýsingar um arfgerðir í einu eða fleiri sætum sem geta sagt til um mótstöðu gagnvart riðu.
Lesa meira

Breytingar á Fjárvís

Í gærmorgun var keyrð uppfærsla á Fjárvís en undanfarið hefur staðið yfir vinna við hinar ýmsu breytingar sem nú koma inn. Þar ber helst að nefna: Viðbótarflögg: Nú fá afkvæmi foreldra sem eru arfblendin um verndandi og/ mögulega verndandi arfgerð röndótt flögg, þar sem ekki er hægt að spá fyrir með 100% vissu hver arfgerð þeirra er, nema með arfgerðargreiningu. Afkvæmi hrúts sem er arfblendinn ARR og T137 fær þannig fána sem er dökkgræn/ljósgrænröndóttu sem gefur til kynna að hann ber örugglega annað hvort verndandi eða mögulega verndandi arfgerð.
Lesa meira

Gimsteinn - Nýr ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt vegna innleiðingar á verndandi arfgerðum

Mörkuð hefur verið sameiginleg stefna bænda og stjórnvalda í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Lykillinn að markmiðinu um riðulaust Ísland er að allir sauðfárbændur landsins taki virkan þátt. Vegna þessa gríðarstóra verkefnis sem bíður íslenskra sauðfjárbænda á landinu öllu og er þegar hafið, hefur verið ákveðið að bjóða upp á nýjan ráðgjafarpakka er snýr að kynbótum og ræktun gegn riðu í sauðfjárrækt. Pakkinn ber heitið Gimsteinn og miðar ráðgjöfin að því að setja upp áætlun fyrir sauðfjárbú um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða. Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum bóndans og verður í boði frá 15. október.
Lesa meira

Vantar þig aðstoð við hönnunarráðgjöf tengda fjárfestingastuðningi í nautgripa- eða sauðfjárrækt?

Minnt er á að huga snemma að aðstoð með hönnunarráðgjöf og aðbúnaðarteikningar varðandi endurbyggingu/breytingum eða nýbyggingum tengda fjárfestingastuðningi. Til að tryggja að nægur tími verði til að sinna öllum þeim sem óska eftir aðstoð RML, er ráðlagt að hafa samband í tíma. Ýtarlega var farið yfir ferli aðstoðar í fréttatilkynningu frá því í ágúst 2023 og má finna í tengil hér neðar.
Lesa meira

Erfðagallar og grunsamlegir stöðvahrútar

Nokkrar ábendingar bárust um lömb í vor undan stöðvahrútum sem voru eitthvað óeðlileg í framfótum og vangaveltur um hvort hér væri bógkreppa á ferðinni. Ekkert kom þó fram sem telja má nægilega afgerandi sönnun, þannig að tilefni sé til að kasta grun á ákveðna hrúta. Gagnvart stöðvahrútunum var ekki að ræða um fleiri en eina tilkynningu tengda hverjum hrút, einkennin yfirleitt væg, ekki þekktar bógkreppuættir á móti og enginn af þessum hrútum lá þegar undir grun. Allar viðbótarupplýsingar geta því skipt máli.
Lesa meira

„Bliknar í mýri brokið“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 20. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Verð á vor- og haustbókum

Eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir hækkuðu vorbækurnar í ár, úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk. Ástæðan er sú að með tilkomu riðufánana þarf nú að prenta bækurnar í lit sem er dýrari prentun en svarthvít prentun. Bækurnar eru prentaðar í prentsmiðju og verðlagðar þannig að þær standi undir kostnaði við prentun og umsýslu við útsendingu þeirra. Verð á haustbókum fer nú einnig úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk þar sem þær verða nú einnig prentaðar í lit. Við munum hins vegar í ár taka upp sérstakt verð fyrir stakar bækur sem prenta þarf utan venjulegs prenttíma, einfaldlega vegna þess að það er miklu dýrara að láta prenta eina bók í einu í stað margra. Þessar bækur munu héðan í frá kosta 5000 kr/án vsk. 
Lesa meira