Sauðfjárrækt fréttir

Pantanir á sýnatökuhylkjum – um nýtt pöntunarkerfi og niðurgreiðslur

Það styttist í vorið og því ekki seinna vænna fyrir sauðfjárbændur að fara að gera sig klára fyrir sauðburð. Eitt af því sem fyrir flesta verður ómissandi er sýnatökubúnaður til að taka DNA sýni úr lömbum. Hér verður nokkrum hagnýtum atriðum komið á framfæri. Nú er komið í notkun nýtt pöntunarkerfi, inn á heimasíðu RML, fyrir pantanir á hylkjum og töngum. Helstu breytingar gagnvart bóndanum eru að nú eru hylki og tangir keypt í gegnum vefverslun sem sett hefur verið upp á heimasíðunni. Hylkin sem bóndinn fær úthlutað verða skráð á bóndann í Fjárvís og því munu bændur geta séð þar hvaða hylki þeir eiga.
Lesa meira

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins og þeir Blossi og Gullmoli verðlaunaðir

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á Hvanneyri fimmtudaginn 21. mars voru veitt verðlaun, sem kalla má þau æðstu sem veitt eru vegna sauðfjárræktar. Halldórsskjöldurinn: Hinn glæsilegi Halldórsskjöldur er veittur af fagráði í sauðfjárrækt sauðfjárræktarbúi ársins og var hann nú afhentur í þriðja sinn. Búið er valið útfrá heildareinkunn ánna í kynbótamati auk þess sem búið þar að standast ýmis viðmið, m.a. að komast á lista yfir úrvalsbú. Sá listi er aðgengilegur inn á heimasíðu RML ásamt öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu fyrir síðasta ár. Að þessu sinn var það Gýgjarhólskot í Biskupstungum sem stendur efst búa. Líkt og fram kom í umfjöllun um búið, hefur það á síðustu 10 árum staðið 9 sinnum efst yfir landið fyrir afurðir en þarna fer saman mjög öflugt ræktunarstarf og bústjórn sem stuðlar að hámarks afurðum.
Lesa meira

Prentun vorbóka í fullum gangi

Prentun vorbóka en nú í fullum gangi og munu á næstu dögum bækur berast bændum
Lesa meira

Streymt verður frá fagfundi og afmælisráðstefnu Hestbúsins

Nú styttist óðfluga í tvo stóra viðburði á sviði sauðfjárræktarinnar. Annarsvegar er um að ræða hinn árlega fagfund sauðfjárræktarinnar sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, en sá fundur hefst kl. 10:00 fimmtudaginn 21. mars og er þar fjölbreytt dagskrá að vanda ásamt verðlaunaveitingum. Í framhaldi af þeim fundi hefst hátíðardagskrá í fjárhúsunum á Hesti kl. 18:00 í tengslum við 80 ára afmæli Hestbúsins sem Landbúnaðarháskólinn stendur fyrir. Á föstudeginum heldur afmælisráðstefnan áfram á Hvanneyri, þar sem fjölmörg erindi verða flutt sem tengjast rannsóknum á Hesti og sauðfjárrækt almennt.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt árið 2023

Vakin er athygli á niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárækt sem voru birtar hér á heimasíðunni fyrir nokkru síðan (undir forrit og skýrsluhald). Auk hefðbundinna niðurstaðna sem áskrifendur að Fjárvís geta jafnframt séð hjá sér, má m.a. sjá þarna hinn árlega lista sem unninn hefur verið yfir bú sem ná góðum árangri 2023 (Úrvalsbú). Auk þess er þarna að finna árlegar umfjallanir um afkvæmarannsóknir bæði á vegum bænda og sæðingastöðvanna. Gerð verður frekari grein fyrir bæði niðurstöðum skýrsluhalds og afkvæmarannsóknum á vegum bænda árið 2023 í Bændablaðinu síðar.
Lesa meira

Fagfundur sauðfjárræktarinnar og ráðstefna í tilefni 80 ára afmælis Tilraunabúsins á Hesti

Hinn árlegi fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal), fimmtudaginn 21. mars. Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að dagskrá ljúki eigi síðar en kl. 17:00. Erindi þar verða fjölbreytt að vanda og greina frá niðurstöðum ýmissa rannsókna- og þróunarverkefna í sauðfjárrækt, meðal annars tengd riðu, fóðrun og meðferð, forystufé, sjúkdómum og kjötgæðum auk verðlaunaveitinga fagráðsins. Fundinum verður streymt og munu nánari upplýsingar um það birtast síðar.
Lesa meira

Enn fjölgar „ARR bæjum“

Nú standa yfir greiningar á sýnum úr kindum úr Dölunum. Það er annarsvegar restin af hjörðinni í Vífilsdal og hinsvegar frá fimm bæjum sem eiga kindur sem skyldar eru þeim kindum sem fundust með ARR í Vífilsdal. Hluti af niðurstöðunum er nú komnar og þar með orðið ljóst að tveir nýir bæir bætast í hóp „ARR búa“, en ARR hefur verið staðfest í tveim kindum á Háfelli í Miðdölum og í þremur kindum í Geirshlíð í Hörðudal.
Lesa meira

Fjórar ARR kindur finnast til viðbótar í Vífilsdal

Í dag komu niðurstöður úr rúmlega helming ærstofnsins í Vífilsdal, sem voru aðallega eldri hluti ánna. Fundust þar fjórar ær sem bera ARR. Þær eru allar talsvert skildar og því kominn fram ákveðin vísbending um líklegar ættlínur. Næsta skref verður að fá greiningu á restina af hjörðinni í Vífilsdal (þ.e.a.s. þeim gripum sem ekki er þegar hægt að spá fyrir um arfgerð) og skoða tengda gripi í öðrum hjörðum.
Lesa meira

Ný uppspretta fundin af ARR genasamsætunni

Staðfest hefur verið að ARR genasamsætan, sem hefur verndandi áhrif gegn riðuveiki, hefur nú fundist í gripum sem óskildir eru Þerununesfénu. Á bænum Vífilsdal í Hörðudal í Dalasýslu, greindist ARR í hrútlambi í haust sem á ekki foreldra sem vitað var að bæru ARR. Í framhaldinu var greint sýni úr móðir hrútsins og reyndist hún bera ARR. Nú er búið að tvígreina bæði hrútinn og móður hans og því ljóst að fundin er ný ættarlína sem ber þennan verndandi breytileika. 
Lesa meira

Að loknum sæðingum - sæðingastyrkir og skráningar

Segja má að nú hafi verið að ljúka sögulegri sauðfjársæðingavertíð. Mjög stór skref voru nú tekin í innleiðingu verndandi arfgerða og aldrei hefur megin hluti hrútakostsins áður byggst á lambhrútum. Viðtökurnar voru frábærar en í desember 2022 voru sæddar u.þ.b. 18.700 ær, samkvæmt skráningum í Fjárvís en í ár gæti endanlega tala orðið um 30 þúsund, en nú hafa verið skráðar um 27.500 sæðingar.
Lesa meira