Sauðfjárrækt fréttir

Sæðingahrútar verðlaunaðir

Árlega hafa sæðingastöðvarnar veitt verðlaun til ræktenda þeirra sæðingastöðvahrúta sem þótt hafa skarað fram úr sem kynbótagripir. Annars vegar eru veitt verðlaun fyrir besta lambaföðurinn og hinsvegar fyrir mesta kynbótahrútinn. Það er faghópur sauðfjárræktar hjá RML sem velur hrútana og mótar reglur um val þeirra.
Lesa meira

Uppfærð ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt

Fagráð í sauðfjárrækt vinnur að uppfærslu á ræktunarmarkmiðum fyrir sauðfjárræktina. Breytingarnar snúa fyrst og fremst að því að uppfæra verkefnalista sem markmiðunum fylgja, skerpa á markmiðum varðandi holdfyllingu og taka tillit til þess að forystuféð er nú skilgreint sem sérstakt fjárkyn, en ekki undirstofn íslensku sauðkindarinnar.
Lesa meira

Nyjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga og innlausnarvirði greiðslumarks

Milli jóla og nýárs voru gefnar út nýjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga, þ.e. almennan stuðning í landbúnaði, garðyrkju, nautgripa- og sauðfjárrækt. Ekki er um miklar breytingar að ræða á formi stuðnings milli ára og flestar breytingar eingöngu til þess að skerpa á eða skýra ákveðin atriði. Þó verður að geta þess að greiðslumark mjólkur er aukið um eina milljón lítra og verður 145 milljónir lítra á verðlagsárinu 2018. Varðandi stuðning í sauðfjárrækt koma ákvæði um fjárfestingastuðning til framkvæmda á þessu ári og við bætist einnig svokallaður býlisstuðningur.
Lesa meira

26% samdráttur í útsendingu hrútasæðis milli ára

Nú er lokið sæðingaverðtíðinni og er talsverður samdráttur í útsendingu sæðis milli ára. Alls sendu stöðvarnar út 33.200 skammta nú í desember en í desember 2016 voru þeir 45.000 og í desember 2015 voru 48.000.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið

Á dagatali RML í desember 2017 er bent á að síðast skiladagur haustbóka sé 31. desember. Það er ekki rétt heldur er síðasti skiladagur haustbóka 12. desember eða á næstkomandi þriðjudag. Þetta misræmi er þannig tilkomið að dagatal RML var unnið í fyrra áður en allar dagsetningar og reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt lá fyrir.
Lesa meira