Sauðfjárrækt fréttir

Þokugreiningar – hægagangur á viðbótargreiningum úr DNA sýnasafni

Því miður hefur ekki gengið nógu vel nú í haust að nota DNA úr sýnasafni sem nú er vistað hjá Matís (sýni sem send voru í riðuarfgerðargreiningu hjá ÍE og send inn til greiningar fyrir 1. ágúst) til að greina þokugen. Því verður að sinni hætt að bjóða upp á það að bændur panti viðbótagreiningu á eldri DNA sýni, heldur sendi inn nýtt sýni ef óskað er eftir að fá þokugreiningu. Sýni vegna þokugreiningar má senda á sömu starfsstöðvar RML og taka á móti riðuarfgerðargreiningarsýnum, merkja þessi sýni vel og hafa sér í poka og láta fylgja upplýsingar um grip, bæ og greiðanda. Sýnin eru skráð í Fjárvís undir „forskráning á öðrum arfgðerðargreiningum“. 
Lesa meira

Glampi 24-943 – bógkreppa

Líkt og tilkynnt var sl. vor, þá kom í ljós á liðnum vetri að hrúturinn Glampi 24-943 frá Hafrafellstungu bæri erfðavísi fyrir bógkreppu. Þetta var niðurstaða erfðaprófs en allir hrútar sem voru á sæðingastöð síðasta vetur voru skimaðir fyrir þessum galla en því miður bárust niðurstöður fyrir Glampa ekki fyrr en eftir fengitíð. Bændur eru hvattir til að taka sýni úr álitlegum ásetningsgripum undan Glampa og fá þau prófuð fyrir bógkreppu. Helmingslíkur eru á að hvert afkvæmi beri gallann. Í raun á það sama við varðandi afkvæmi Viðars 17-844 frá Bergsstöðum og eru bændur einnig hvattir til að taka sýni úr þeim.
Lesa meira

Dómar á forystulömbum

Á dögunum dæmdi Oddný Steina Valsdóttir tvílembinga af 100% forystukyni, einstaklega greindarleg og glæsileg systkini sem sýndu greinilega forystuhæfileika þegar þau voru rekin um með hópi lamba sem ekki voru af forystukyni. Þessi systkini eru frá bænum Ási 2 í Ásahrepp í eigu Ástríðar Magnúsdóttur og Hannesar Brynjars Sigurgeirssonar, undan sæðingarhrútunum 24-976 Völundi frá Gróustöðum og 21-105 Prinsessu frá Fossi. Samkvæmt þessum lömbum virðist Völundur ætla að sanna sig til kynbóta á íslenska forystufjárstofninum en í hrútaskránni er honum lýst sem úrvals forystugrip, rólegum og skynsömum, þrátt fyrir ungan aldur.
Lesa meira

Gripaleitin í Fjárvís

Við höfum nú opnað að nýju fyrir gömlu gripaleitina í Fjárvís. Bæði gamla leitin og sú nýja eru því virkar. Notendur geta valið hvort þeir noti gömul eða nýju leitina. Við vonum að þetta mælist vel fyrir nú í hauststörfunum þegar mikið álag er á forritinu og sauðfjárbændur í miklum önnum.
Lesa meira

Nýja gripaleitin í Fjárvís komin í loftið

Rétt í þessu fór nýja gripaleitin aftur í loftið, eftir að hafa undirgengist ýmsar betrumbætur síðustu daga. Við vonum að fall sé fararheill og að allt virki núna eins og það á að gera. Dómaskráningin var einnig uppfærð svo nú ætti lífþungi að fylgja sjálfkrafa með í dómaskráninguna, og upplýsingar um gripinn sem valinn er að vera sýnilegri.
Lesa meira

Ábendingar varðandi dómayfirlit í Fjárvís

Nokkuð hefur borið á því í haust að notendur Fjárvís hafi lent í basli með að opna dómayfirlitið í Excel. Hér eru örstuttar leiðbeiningar um það hvaða leið er hægt að fara.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið – Flögg í haustbók

Við viljum vekja athygli á því að í einhverjum tilfellum hafa flögg lamba ekki skilað sér inn í prentaðar haustbækur. Það er þó vert að taka fram að allar niðurstöður frá Íslenskri Erfðagreiningu sem og Fjárvísgreiningar sem byggja á upplýsingum beggja foreldra koma fram í bókinni, en einhver misbrestur er á að flögg sem eru eingöngu byggð á arfgerð annars foreldris skili sér.
Lesa meira

Gott framboð lambhrúta með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir

Riðuarfgerðargreiningar hafa gengið ákaflega vel í sumar hjá okkar samstarfsaðila, Íslenskri erfðagreiningu. Nú er nánast búið að greina öll sýni sem hafa borist í sumar og því að heita hreint borð í upphafi hausts. Framundan er næsta áhlaup en búast má við að talsvert komi inn af sýnum í haust þegar bændur fara að vinna í ásetningsvalinu. Frá því 1. maí hafa verið greind um 57.000 sýni. Miðað við niðurstöður sem liggja fyrir í Fjárvís má ljóst vera að býsna gott úrval er til af lambhrútum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.
Lesa meira

Gamla gripaleitin aftur í loftið

Fyrir 2 dögum síðan var sett í loftið ný gripaleit í Fjárvís. Fljótlega kom í ljós að nýja útgáfan virkaði ekki alveg nógu vel og ýmislegt sem vantaði í hana. Á meðan unnið er að því að laga og betrumbæta nýju gripaleitina hefur sú gamla verið sett í loftið á nýjan leik. Það verður þó aðeins tímabundið, eða að öllum líkindum fram í næstu viku. Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.
Lesa meira

Ný gripaleit í Fjárvís.is

Í gær fór í loftið uppfærsla á Fjárvís.is en í þetta skiptið kemur meðal annars ný gripaleit til notkunar. Gamla gripaleitin var með mjög mikið af upplýsingum og orðin ansi hæg. Því var tekið til í henni og upplýsingum fækkað sem sóttar eru í hvert skipti, sem hraðar leitinni töluvert.
Lesa meira