Sauðfjárrækt fréttir

Lambadómar haustið 2025

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 20. ágúst svo skipuleggja megi vinnuna með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin upp úr miðjum ágúst er vakin athygli á því að hægt er að panta lambaskoðun án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2025 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er víða lítil viðvera á starfsstöðvum RML vegna sumarleyfa starfsfólks. Því getur verið að erindi fái ekki afgreiðslu fyrr en að þeim loknum í byrjun ágúst. Aðalnúmer RML 516-5000 er opið sem hér segir:  Mánudaga – fimmtudaga; kl 9-12 og 13-16. Föstudaga; kl 9-12. Eftir hádegi á föstudögum er lokað.
Lesa meira

Prentun á vor- og haustbókum - verðbreyting

Talsverð hækkun hefur orðið á kostnaði við prentun á vor- og haustbókum og verð á þeim til bænda mun því hækka úr 3000 í 3500 kr. án/vsk.  Vor- og haustbækur eru prentaðar í prentsmiðju og verð á þeim er stillt þannig að það endurspegli raunkostnað við prentun og póstkostnað við sendingu út til bænda. 
Lesa meira

Varðandi greiningar á þokugeni

Aðeins hefur borist af fyrirspurnum varðandi greiningar á þokugeni (frjósemiserfðavísi í kindum) og skal því rifjað upp hvernig fyrirkomulagið á þeim er núna. Í vor var boðið upp á tilboð á þessum greiningum þar sem hægt var að senda inn sýni til RML eða fá viðbótargreiningu á eldri sýni sem höfðu verið greind hjá Matís eða ÍE. En þessar þokugreiningar voru framkvæmdar hjá Matís. Þetta var tímabundið tilboð í vor.
Lesa meira

Sækja þarf um söluleyfi lamba fyrir 1. júlí

Þeir sem stefna að því að kaupa eða selja lömb í haust þurfa að hafa í huga að sækja þarf um leyfi hjá Matvælastofnun (MAST) fyrir tilsettan tíma. Frestur til að sækja um söluleyfi er til 1. júlí. Bændur á líflambasölusvæðum hafa fengið söluleyfin ótímabundið. Þeir sem eru með slík leyfi ættu að vera tilgreindir á lista yfir bú með söluleyfi á heimasíðu MAST. Á líflambasölusvæðunum eru það því aðeins þeir bændur sem ekki hafa haft slík leyfi hingað til eða misst þau sem þurfa að muna að sækja um leyfi.
Lesa meira

Pantanir á DNA-sýnatökubúnaði

Eins og auglýst var fyrr í vor verður ekki opið fyrir pantanir á sýnatökubúnaði fyrir DNA-sýni í sauðfjárrækt frá 15. júní til 15. ágúst. Þeir bændur sem vilja taka fleiri sýni hjá sér fyrir 15. ágúst þurfa því að hafa hraðar hendur og ganga frá pöntunum nú yfir helgina, en lokað verður fyrir pantanir frá og með mánudeginum 16. júní. Opnað verður aftur fyrir pantanir föstudaginn 15. ágúst.
Lesa meira

Glampi – grunur um bógkreppu

Síðustu tvö haust hafa hrútar sem farið hafa á sæðingastöð verið prófaðir fyrir bógkreppu með erfðaprófi sem verið hefur í þróun síðustu ár. Prófið er enn sem komið er framkvæmt í Nýja-Sjálandi og því hefur ekki verið raunhæft að prófa alla hrúta áður en þeir koma inn á sæðingastöð vegna þröngs tímaramma. Af þeim hrútum sem voru á sæðingastöðvunum síðasta vetur var búið að prófa fyrir fengitíma nánast alla hrúta sem voru að hefja sinn annan eða þriðja vetur á stöð og megnið af nýju hrútunum en þeir hrútar sem valdir voru á lokametrunum náðist ekki að greina fyrir fengitíma.
Lesa meira

Hólmsteinn með frjósemiserfðavísi

Í kjölfar þess að í ljós kom að Fannar 23-925 frá Svínafelli bæri þokugen, sem er erfðavísir sem veldur aukinni frjósemi, voru fleiri hrútar stöðvanna teknir til skoðunar. Hólmsteinn 24-955 frá Brattsholti, sonur Fannars 23-925 hefur nú verið greindur og kom í ljós að hann hefur erft þokugenið frá föður sínum og má því búast við að helmingur afkvæma Hólmsteins beri genið. Nokkrir eldri hrútar eru til skoðunar sem eru að skila dætrum sem búa yfir mikilli frjósemi. Komin er niðurstaða fyrir þá Anga 18-882 frá Borgarfelli, Blossa 16-837 frá Teigi, Gimstein 21-899 frá Þernunesi og Hornstein 22-901 frá Þernunesi en enginn þeirra ber þokugen samkvæmt nýlegum greiningum frá Matís.
Lesa meira

Leiðbeiningar fyrir burðar- og lambaskráningu

Nú er sauðburður vel á veg kominn víðast hvar um landið. Bændur eru margir farnir að prufa nýju burðar- og lambaskráninguna og almennt gengið vel. Aðeins hefur verið óskað eftir frekari leiðbeiningum varðandi skráningarnar og þá sérstaklega fyrir csv-innlesturinn. Því voru útbúnar meðfylgjandi leiðbeiningar þar sem nálgast má upplýsingar um burðar- og lambaskráningu, burðar- og lambayfirlit og csv-innlestur fyrir báðar þessar skráningar. Ef notendur lenda í vandræðum eru þeir hvattir til þess að hafa samband við starfsfólk RML.
Lesa meira

Tafir á afgreiðslu pantana á sýnatökuhylkjum

Það er greinilegt að bændur ætla ekki að slá slöku við í ræktun gegn riðu þetta árið. Vegna mikils fjölda pantana í síðustu viku þá kláraðist hylkjalagerinn okkar, sem staðsettur er á Sauðárkróki. Ný sending barst til okkar á föstudaginn. Einhverjar tafir urðu á afgreiðslu pantana vegna þessa, en núna hefur öllum pöntunum verið pakkað og þær komnar í póst. Bændur sem pöntuðu sýnatökuhylki í síðustu viku ættu því að fá þau í hendurnar með næstu póstsendingu.
Lesa meira