Á garðabandinu – fræðslufundur fyrir sauðfjárbændur

Miðvikudaginn 21. apríl (síðasta vetrardag) verður boðið til fræðslufundar á Teams um eitt og annað sem tengist sauðburði. Fundurinn hefst kl 13:30

  • Árni B. Bragason mun fara yfir niðurstöður könnunar sem um 300 sauðfjárbú tóku þátt í nú í mars og hefur vinnuheitið, Fleiri lömb til nytja.
  • Sigríður Ólafsdóttir kynnir hugmyndir að verkferlum á sauðburði fyrir einstök bú.
  • Í framhaldinu er ætlunin að bjóða bændum aðstoð við gerð verkferla á sauðburði, sem byggja á forsendum hvers og eins.

Fundurinn verður tekinn upp og hægt að hlusta á hann á Youtube fljótlega að fundi loknum.

Smellið á tengilinn hér að neðan til að komast inn á fundinn: 

Á garðabandinu - fundur 21. apríl, kl 13:30

/okg