Að loknum sauðfjársæðingum 2016

Sauðfjársæðingar gengu að mestu vel fyrir sig þetta árið. Tíðin var yfirleitt hagstæði til sæðisflutninga en ekki náðist þó að senda sæði á Austurland alla daga sem þar átti að sæða og kemur það niður á þátttöku þar.

Í heildina sendu stöðvarnar út rétt um 45.500 skammta. Þetta er aðeins minna en í fyrra, en þá voru sendir út um 48.000 skammtar. Af Sauðfjársæðingastöð Suðurlands voru samt sem áður sendir út heldur fleiri skammtar en árið áður. Hinsvegar var samdráttur hjá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands upp á u.þ.b. 2.700 skammta. Skýringar á þessum breytingum geta verið ýmsar, s.s. að meiri áhugi hafi verið fyrir hrútunum sem voru á Suðurlandi og að í ákveðnum sveitum hafi áhuginn fyrir sæðingum farið dvínandi.

Úr 22 hrútum voru sendir út 1.000 sæðis skammtar eða fleiri. Mest pantaði hrúturinn var Bergur 13-961 frá Bergsstöðum en flestir skammtar voru sendir út úr Berki 13-952 frá Efri-Fitjum.

Þeir hrútar sem sent var úr 1.000 skammtar eða fleiri til bænda voru eftirfarandi (sæðingastöðvarnar skammstafaðar fyrir aftan, S fyrir Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og V fyrir stöðina á Vesturlandi):

Börkur 13-952 frá Efri-Fitjum (2.300 skammtar) - S
Dreki 13-953 frá Hriflu (2.128 skammtar) - V
Burkni 13-951 frá Mýrum 2 (1.970 skammtar) - V
Bekri 12-911 frá Hesti (1.965 skammtar) - V
Ebiti 13-971 frá Melum 1 (1.800 skammtar) - V
Kornelíus 10-945 frá Stóru-Tjörnum (1.625 skammtar) - S
Bergur 13-961 frá Bergsstöðum (1.615 skammtar) - S
Bjartur 15-967 frá Ytri-Skógum (1.605 skammtar) -S
Klettur 13-962 frá Borgarfelli (1.600 skammtar) - S
Brúsi 12-970 frá Kollsá (1.600 skammtar) - V
Gróði 11-958 frá Hólsgerði (1.525 skammtar) - S
Tinni 15-968 frá Ytri-Skógum (1.365 skammtar) - V
Kölski 10-920 frá Svínafelli (1.335 skammtar) - S
Kaldi 12-950 frá Oddsstöðum (1.330 skammtar) - S
Toppur 13-964 frá Kaldbak (1.230 skammtar) - V
Serkur 13-941 frá Hjarðarfelli (1.165 skammtar) - S
Jónas 12-949 frá Miðgarði (1.150 skammtar) - V
Vinur 14-966 frá Haukatungu (1.150 skammtar) - V
Malli 12-960 frá Bjarteyjarsandi (1.135 skammtar) - V
Kústur 14-965 frá Garði (1.100 skammtar) - V
Fannar 14-972 frá Heydalsá (1.090 skammtar) - S
Borkó 11-946 frá Bæ (1.064 skammtar) - V

Að loknum sæðingum voru nokkrir hrútar felldir sökum heilsufars, aldurs og/eða taldir fullnotaðir, en það voru þeir: Drífandi 11-895 frá Hesti, Hængur 10-903 frá Geirmundarstöðum, Höfðingi 10-919 frá Leiðólfsstöðum, Kaldi 12-950 frá Oddsstöðum, Kjarni 13-927 frá Brúnastöðum, Baugur 10-889 frá Efstu-Grund, Hnallur 12-934 frá Broddanesi 1 og Roði 10-897 frá Melum 1. Þá voru þeir Spessi 14-974 frá Melum 1 og Þoku-Hreinn 13-937 frá Heydalsá fallnir áður en sæðingum lauk.

ee/okg