Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Hér koma nokkrir punktar varðandi stöðu á sýnatökum og greiningum sýna í gegnum átaksverkefni RML í arfgerðargreiningum á príonpróteini sauðfjár:
Síðasti skiladagur 1. júní - sýni til greiningar
Þegar verkefnið var kynnt í upphafi var miðað við að búið væri að skila inn öllum sýnum til RML fyrir 1. maí. Þessi frestur hefur verið framlengdur til 1. júní. Ef sýni skila sér ekki fyrir þann tíma er ekki hægt að ábyrgjast að verð á greiningu sýnanna sé samkvæmt því sem lagt var upp með en greiningaraðilinn áskilur sér rétt til að hækka verðið þegar komið er fram yfir tiltekin tímamörk.
Niðurstöður til bænda - áætlun
Nú er verið að senda út til bænda niðurstöður fyrir sýni sem fóru til Þýskalands til greiningar 16. og 17. mars. Þar með eru komnar niðurstöður fyrir ríflega 10.000 sýni til baka. Um 8.000 sýni eru einhversstaðar í ferlinu og um 7.000 hylki liggja hjá bændum.
Áætlað er að næstu niðurstöður birtist:
Í hverjum greiningarpakka eru milli 2 og 3 þúsund sýni. Niðurstöðurnar verða áfram sendar hverjum og einum bónda í tölvupóst á meðan Fjárvís er ekki tilbúinn til að taka á móti gögnunum.
Athuga að merking sýna sé rétt
Hylkin sem sýnin eru tekin í eru strikmerkt með raðnúmeri. Engu að síður til að tryggja öruggar skráningar að þá hafa bændur verið beðnir um að skila inn með sýnunum lista yfir gripina með upplýsingum og að skrifa aftan á hylkin gripanúmer og bæjarnúmer. Starfsmenn við greiningarnar horfa á þessar upplýsingar til að tryggja að allt stemmi. Þetta hjálpar líka til ef þarf að finna einstaka sýni úr grip eða ákveðnum hjörðum, eftir að sýnin eru farin út t.d. ef þarf að komast í sýni frá ákveðnu búi.
Hafa í huga að gripanúmer er alltaf skráð eins og í Fjárvísi, 5 stafir með bandstriki á milli (XX-XXX). Þannig að ef stendur í eyrnamerki 8122 þá þarf að skrá það 18-122. Ef um lambanúmer er að ræða frá vorinu 2022, þá er sett “L” fyrir framan lambanúmerið. Lamb númer 120 er skráð L120. Þegar sýnunum er skilað inn er gott að pokinn sé líka greinilega merktur með bæjarnafni og bæjarnúmeri.
Af helstu niðurstöðum
Ekki hefur fundist meira af ARR arfgerðinni enn sem komið er. En þeim fjölgar hægt og bítandi hjörðunum þar sem T137 gripi er að finna. Nú eru gripirnir orðnir 29 alls á 7 búum. Við hafa bæst búin Litli-Árskógur og Engihlíð á Árskógsströnd og bærinn Botnar í Meðallandi. Nánar má vísa í nýjasta Bændablaðið þar sem stöðunni á þessum greiningum er gerð skil.
Framhald sýnatöku
Áfram verður hvatt til sýnatöku á komandi hausti. Framkvæmd á því verður kynnt síðar. Þeir sem vilja bæta við sig hylkjum til að taka úr lömbum sem nú eru að fæðast og skila inn fyrir 1. júní, geta haft samband við RML en eitthvað er til á lager af hylkjum.
/hh