Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Góður gangur hefur verið í greiningum sýna. Frá 1. apríl er búið að færa um 47.000 niðurstöður frá Íslenskri erfðagreiningu inn í skýrsluhaldsgrunninn Fjárvís. Um 10.000 sýni eru stödd í greiningarferlinu og niðurstöður úr þeim að vænta nú í ágúst.
Algengar spurningar frá bændum þessa dagana eru varðandi sýni sem enn vantar niðurstöður á, þó búið sé að greina megnið af sýnum frá viðkomandi búi. Því er til að svara að ekki er búið að fara yfir „vandræðasýni“ sem ekki tókst að greina í fyrstu umferð. Von bráðar munu því koma niðurstöður á öll sýni og þá gerð grein fyrir því hvaða sýni voru ónýt.
Í sambandi við prentun fjárbóka er minnt á þann möguleika inn í Fjárvís að bændur geta þar farið í stillingar og óskað eftir að bókin verði ekki prentuð fyrr en eftir 20. ágúst, ef niðurstöður greininga lamba frá í vor liggja ekki fyrir og menn vilja auka líkurnar á því að niðurstöðurnar skili sér með í útprentaðri haustbók.
Meðfylgjandi eru yfirlit yfir hrútlömb sem bera verndandi og mögulega verndandi arfgerðir og hvernig þau dreifast eftir varnarhólfum eins og staðan er núna. En um 9.500 hrútlömb bera V eða MV arfgerðir samkvæmt Fjárvís og þar af eru 5.242 hrútar sem bera ARR samsætuna. 42 lambhrútar hafa greinst með ARR/ARR.
/okg