Fjárvís - útgáfa 2.1.0

Fjárvís hefur verið uppfærður og helstu breytingar frá síðustu útgáfu eru þær að dómaskráning er komin inn og eins er búið að lagfæra skýrslur til að skoða niðurstöður kjötmats eftir hrútum og eins til að skoða niðurstöður lífþunga eftir hrútum.


Eins er núna hægt að gera upp afkvæmarannsókn vegna uppgjörs lifandi lamba, kjötmatshlutinn bætist við afkvæmarannsókn í næstu uppfærslu um mánaðamótin september/október. Þangað til má nota kjötmatsskýrslu en hún sýnir sambærilegar niðurstöður fyrir alla hrúta sem eiga lömb á viðkomandi búi. Einnig koma nú inn ýmsar lagfæringar eftir ábendingar frá notendum en meira verður af slíkum lagfæringum í næstu uppfærslu Fjárvís.


Líkt og menn taka eftir þegar farið verður að vinna afkvæmarannsóknir skila þær ekki sömu niðurstöðu núna og sambærilegar rannsóknir síðustu ár. Ástæðan er sú að vægi eiginleika í einkunn hefur verið breytt, það lækkað á ómmælingum en hækkað fyrir lærastig auk þess sem frampartur fær nú vægi í einkunn.


Nánari leiðbeiningar vegna þungaskráningar og dómaskráningar má finna upplýsingasíðu Fjárvís eða með því að smella á Fjárvís hnapp á forsíðu kerfisins.

Ítarefni:
Kennslumyndband - Þungaskráning
Leiðbeiningar til að útbúa gagnaskrá til innlesturs þungagagna í Excel  
Kennslumyndband - Dómaskráning
Leiðbeiningar fyrir Excel skráningu dóma  
Excel skjal til að skrá dóma - full skráning
Excel skjal til að skrá dóma - gimbraskráning 

/eib