Fleiri ARR og T137 gripir fundnir á Þernunesi og Stóru-Hámundarstöðum

Á Þernunesi hefur markvist verið farið í gegnum hjörðina í leit að fleiri gripum með ARR arfgerðina. Í gær bárust niðurstöður úr greiningum á 136 sýnum frá búinu. Í hópnum fundust 5 nýir ARR gripir, allt ær. Þá eru ARR kindurnar orðnar 14 í það heila á búinu.

Á Stóru-Hámundarstöðum var strax farið í að taka fleiri sýni úr ættingum Austra 20-623 sem er fyrsti hrúturinn sem fundist hefur hér á landi með arfgerðina T137. Þar fundust 7 gripir með arfgerðin sem voru afkvæmi, móðir hans, systir og frænka. Heppnin hefur verið með bændum á Stóru-Hámundarstöðum við val á dætrum Austra sl. Haust en af þem 5 sem settar voru á eru 4 arfberar T137.

Nánar verður fjallað um þolnar arfgerðir, riðu og ræktun á Fagþingi sauðfjáræktarinnar sem fram fer á miðvikudag (alþjóðlegaráðstefna á netinu) og fimmtudag (staðarfundur á Hvanneyri með streymi).

Nánar um Fagþing sauðfjárræktarinnar: 
Dagskrá 6. apríl
Hér er tengill inn á fundinn:  https://bit.ly/3u9BBNC

Dagskrá 7. apríl
Hér er hægt að skrá sig á fundinn: https://bit.ly/3NPnBRe
Hér má nálgast beint streymi frá fundinum: https://bit.ly/3j2o18q

/okg