Forystufé – ræktunarmarkmið

Torfi 4984
Torfi 4984

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar, þann 28. febrúar sl. voru lögð fram drög að ræktunarmarkmiðum og dómstiga fyrir forystuféð. Frá því að forystuféð var skilgreint sem sérstakt fjárkyn hefur staðið til að setja fram ræktunarmarkið og til þess hvatt af forsprökkum forystufjársetursins og forystufjár félagsins. Hugmyndin með að setja fram dómstiga fyrir forystufé er ekki síst sú að hvetja til sýningarhalds á forystufé og efla þannig áhugann fyrir þessum merku gripum.

Drög þessi verða lögð fyrir næsta fund fagráðs í sauðfjárrækt til samþykktar. Þeir sem hafa ábendingar og athugasemdir og vilja þannig hafa áhrif á mótun markmiðanna og dómstigans, eru hvattir til að senda tölvupóst á Eyþór Einarsson (ee@rml.is) fyrir 1. apríl nk.

Sjá nánar

Dómstigi fyrir forystufé og forystublendinga (drög) 
Ræktunarmarkmið fyrir forystufé (drög) 

ee/okg