Galli, Viddi og Brúnastaðir – verðlaunaveitingar á fagfundi

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar þann 13. apríl sl. fór fram verðlaunaafhending fyrir besta sauðfjárræktarbúið og bestu hrúta sæðingastöðvanna.

Besti lambafaðir sæðingastöðvanna haustið 2022 var valinn Galli 20-875 frá Hesti.

Besti alhliða kynbótahrútur stöðvanna, sem á orðið dætur tilkomnar úr sæðingum með tveggja ára reynslu, var valinn Viddi 16-820 frá Gufudal-Fremri.

Sauðfjárræktarbú ársins reyndist vera Brúnastaðir í Flóa. Til álita sem ræktunarbú ársins, koma eingöngu bú sem standast ákveðnar lágmarks kröfur m.t.t. niðurstaðna úr skýrsluhaldi, sem eru í takt við kröfur fyrir lista yfir úrvalsbú. Búunum sem fara í gegnum síuna er síðan raðað eftir heildareinkunn BLUP kynbótmats. Fagráð í sauðfjárækt veitir Halldórsskjöldinn sem verðlaunahafar varðveita næsta árið.

Sæðingastöðvarnar veita glæsilegar hrútastyttur sem farandgripi en allir þessir verðlaunagripir eru útskornir af listamanninum Siggu á Grund.

Ráðunautar RML annast valið á verðlaunahöfum.

/okg