Hrútafundir

Fannar 23-925 frá Svínafelli
Fannar 23-925 frá Svínafelli

Hinir svokölluðu hrútafundir verða haldnir víðsvegar um land á næstu dögum. Fundirnir eru haldnir af Búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML. Að venju verða stöðvarhrútarnir kynntir og ræktunarstarfið rætt. Meðfylgjandi er yfirlit yfir fyrirhugaða fundi.

Fannar 23-925 frá Svínafelli
Líkt og flestir vita sem ferðast um veraldarvefinn og hafa áhuga á sauðfé, þá er netútgáfa Hrútaskrárinnar kominn á vefinn fyrir nokkrum dögum. Uppfærð útgáfa kom í dag, sem fyrst og fremst beindist að því að lagfæra eina villu. Það var hrúturinn Fannar sem varð fyrir barðinu á henni, en hann var sagður með ARR/ARQ arfgerð príongensins. Hið rétt er að hann er með ARR/AHQ og hjá honum blakta nú dökkgrænt og ljósgrænt flagg.

Sjá nánar: 
Hrútaskrá 2023-2024

/okg