Hrútaskrá 2016-17 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2016-2017 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Sauðfjárrækt -> Kynbætur -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar.
Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í byrjun næstu viku.

Skráin er 52 síður að stærð, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um 48 hrúta sem notaðir verða til sæðinga í vetur. Hrútakosturinn er að venju gríðarlega öflugur, blanda af reynsluboltum sæðingastöðvanna og yngri kappa sem hafa nú hafið sinn fyrsta vetur á sæðingastöðvunum. Ritstjóri skráarinnar er Guðmundur Jóhannesson en efni skráarinnar er að mestu tekið saman og skrifað af Eyjólfi I. Bjarnasyni, Eyþóri Einarssyni og Lárusi G. Birgissyni. Flestar ljósmyndir í skránni eru teknar af Höllu Eyglóu Sveinsdóttur. Hér með er þökkum til þessara aðila og fjölmargra annarra er lögðu hönd á plóg komið á framfæri.

Njótið vel!

Sjá nánar: 

Hrútaskrá 2016-2017 

/gj