Hrútaskrá 2017-18 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2017-2018 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar.

Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku.

Skráin er 52 síður að stærð, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um 45 hrúta sem notaðir verða til sæðinga í vetur. Hrútakosturinn er að venju gríðarlega öflugur, blanda af reynsluboltum sæðingastöðvanna og yngri kappa sem hafa nú hafið sinn fyrsta vetur á sæðingastöðvunum. Ritstjóri skráarinnar er Guðmundur Jóhannesson en efni skráarinnar er að mestu tekið saman og skrifað af Árna B. Bragasyni, Eyjólfi I. Bjarnasyni, Eyþóri Einarssyni og Lárusi G. Birgissyni. Flestar ljósmyndir í skránni eru teknar af Höllu Eygló Sveinsdóttur en auk hennar tóku Sigurjón Einarsson og Torfi Bergsson myndir af hrútum. Hér með er þökkum til þessara aðila og fjölmargra annarra er lögðu hönd á plóg komið á framfæri.

Njótið vel!

Sjá nánar: 

Hrútaskrá 2017-2018 

/gj