Hrútaskráin er komin á vefinn

Nú styttist óðfluga í útgáfu hrútaskrárinnar en hún er farin í prentun og er væntanleg í lok vikunnar. Fyrir þá sem eru orðnir viðþolslausir að berja augum upplýsingar um þá hrúta sem verða á sauðfjársæðingastöðvunum í vetur hefur skráin verið birt hér á vefnum í pdf-skjali eins og venja er. Í skránni eru upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta ásamt tölulegum upplýsingum um árangur sæðinga en einnig greinar um afkvæmarannsóknir sæðingastöðvanna í haust og litaerfðir sauðfjár.

Hrútaskráin fer til dreifingar strax að lokinni prentun og verður dreift á hefðbundinn hátt, einkum og sér í lagi á svokölluðum hrútafundum sem haldnir verða um land allt dagana 23.-26. nóvember n.k. Sauðfjársæðingavertíðin hefst svo á jólaföstunni en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 21. desember eða samfleytt í þrjár vikur.

Sjá nánar:

Hrútaskrá

/gj