Niðurstöður afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Niðurstöður úr öllum afkvæmarannsóknum frá framleiðsluárinu 2020 eru nú aðgengilegar hér á vefnum. Að vanda er fjallað um niðurstöður hverrar afkvæmarannsóknar og vakin athygli á efstu hrútum. Þarna má því finna umfjöllun um 77 afkvæmarannsóknir á vegum bænda og 8 rannsóknir þar sem sæðingastöðvahrútar voru prófaðir. Helstu niðurstöður fyrir þá hrúta sem valdir voru á stöðvarnar í haust úr afkvæmarannsóknum hafa verið birtar í Hrútaskránni en hér má m.a. fræðast um keppinauta þeirra.

Slóðir á niðurstöðurnar:
Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt á vegum bænda
Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt vegna sæðingastöðvanna

/okg