Opinn fagráðsfundur í sauðfjárrækt

Fagráð í sauðfjárrækt og Landssamtök sauðfjárbænda halda opinn fund föstudaginn 2. mars. Fundurinn fer fram í Bændahöllinni og hefst kl: 12:30. Á dagskrá eru mörg áhugaverð erindi auk þess sem fundurinn er vettvangur umræðna um ræktunarstarfið.

Ekki er um þáttökugjald að ræða en áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku á netfangið ls@bondi.is. 

Dagskrá fundarins: 

Inngangur
 - Verkefni fagráðs - Gunnar Þórarinsson, formaður Fagráðs í sauðfjárrækt
 - Ræktunarmarkmið fyrir íslenska sauðfjárstofninn uppfærð - Eyþór Einarsson RML

Gæði lambakjöts
 - Rannsóknir á gæðum lambakjöts, kynning á niðurstöðum - Guðjón Þorkelsson, MATÍS og Emma Eyþórsdóttir, LbhÍ
 - Viðhorf neytenda, hvað má betur fara? - Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic lamb
 - Sýn sláturleyfishafa á gæði lambakjöts og gæðamati framtíðarinnar - Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri Norðlenska

Þróun kynbótamats fyrir þunga lamba
 - Kynning á niðurstöðum verkefnis - Elsa Albertsdóttir, BÍ

Kaffihlé

Sheep breeders round table 2017
 - Helstu niðurstöður frá ráðstefnu breskra sauðfjárbænda - Eyjólfur Ingvi Bjarnason, RML, Emma Eyþórsdóttir, LbhÍ og Eyþór Einarsson, RML

Nýjar aðferðir í kynbótum
 - Hagnýting erfðamengisúrvals í kynbótum - Baldur Helgi Benjamínsson, BÍ

Rannsóknir á sauðfjársjúkdómum
 - Rannsóknir á öndunarfærasjúkdómum og fórsturláti í gemlingum - Charlotta Oddsdóttir, LbhÍ

Almennar umræður

Fundi slitið kl. 17:00. 

 

ee/okg