Samræmingarnámskeið í lambadómum

Í síðustu viku var haldið umfangsmikið námskeið á Stóra-Ármóti fyrir starfsmenn RML er koma að lambadómum og ráðgjöf í sauðfjárrækt. Námskeiðið hófst um hádegi á miðvikudaginn 2. september en þá mættu nýir lambadómarar í þjálfun hjá þeim Eyþóri Einarssyni og Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur. Fimmtudaginn 3. september bættust reyndir dómarar í hópinn og var farið í sláturhús SS þar sem lömb voru stiguð fyrir slátrun og skrokkunum síðan fylgt inn í sláturhúsið þar sem farið var yfir samræmi dóma og kjötmats. Jafnframt var farið yfir ýmis gagnleg atriði varðandi framkvæmd og vinnulag við dómstörf og Sigrún Bjarnadóttir dýralæknir sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun hélt fyrirlestur um saðufjársjúkdóma og smitvarnir.  

geh/okg