Sauðfjárbændur athugið

Vinna við endurbætur á vorbókum stendur nú fyrir dyrum. Þar er meðal annars markmiðið að koma til móts við óskir um breytingar sem hafa komið og að koma meiri upplýsingum í bækurnar s.s. um niðurstöður riðuarfgerðagreininga. Vegna þessa verða vorbækur almennt ekki sendar út nú strax eftir haustbókaskil líkt og vaninn hefur verið, heldur verða þær sendar út snemma á næsta ári þegar ný útgáfa hefur litið dagsins ljós.
Hægt verður að fá prentaða vorbók núna í nóvember og desember ef menn kjósa slíkt. Þeir sem óska eftir að fá vorbók nú strax í kjölfar haustbókarskila eru vinsamlegast beðnir að láta okkur vita með því að hringja í 5165000, senda tölvupóst á sk@rml.is eða láta vita á næstu starfsstöð.
ATHUGIÐ að ferli við prentun, frágang og sendingu getur tekið nokkra daga svo þeir sem vilja fá bækurnar í tíma fyrir fengitíð eru vinsamlegast beðnir um að panta tímanlega. Við vekjum einnig athygli á að hægt er að sæka einfalda prentútgáfu af vorbók beint úr Fjárvís.
Við biðjumst velvirðingar á því ef þessar breytingar kunna að valda einhverri röskun en í staðinn vonumst við til að uppfærð útgáfa vorbókarinnar nýtist vel í framtíðinni. 

 

/hh