Sauðfjársæðingar 2015-2016

Krapi 13-940
Krapi 13-940

Í gær lauk sæðistöku hjá sauðfjársæðingarstöðvunum þetta árið. Alls voru sendir út rúmlega 48.000 sæðisskammtar nú í desember. Nýting þess ætti að verða talsvert betri en í fyrra og reikna má með að sæddar ær á landinu þetta árið verði rúmlega 30.000.

Úr 26 hrútum voru sendir út 1000 sæðisskammtar eða fleiri þetta árið. Í ár var það Krapi 13-940 sem var vinsælastur með 2590 útsenda skammta. Næstir honum standa svo Kornelíus 10-945 og Grímur 14-955.

Bændur eru hvattir til að skrá sæðingar í skýrsluhaldskerfið sem fyrst séu þeir ekki búnir að því nú þegar.

Hrútar sem meira en 1000 skammtar voru sendir út úr í desember 2015:
Kollóttir:
Krapi 13-940 frá Innri-Múla, Barðaströnd (2590 skammtar)
Spotti 13-942 frá Árbæ, Reykhólasveit (1410 skammtar)
Baugur 10-889 frá Efstu-Grund, Eyjafjöllum (1370 skammtar)
Serkur 13-941 frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi (1250 skammtar)
Hyrndir:
Kornelíus 10-945 frá Stóru-Tjörnum, Ljósavatnsskarði (2500 skammtar)
Grímur 14-955 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum (2360 skammtar)
Kölski 10-920 frá Svínafelli (Víðihlíð), Öræfasveit (2065 skammtar)
Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum (2050 skammtar)
Dreki 13-953 frá Hriflu, Þingeyjarsveit (1960 skammtar)
Svimi 14-956 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum (1950 skammtar)
Börkur 13-952 frá Efri-Fitjum, Fitjárdal (1950 skammtar)
Burkni 13-951 frá Mýrum 2, Hrútafirði (1360 skammtar)
Höfðingi 10-919 frá Leiðólfsstöðum, Laxárdal (1355 skammtar)
Bekri 12-911 frá Hesti, Borgarfirði (1315 skammtar)
Kaldi 12-950 frá Oddsstöðum, Lundarreykjadal (1285 skammtar)
Borkó 11-946 frá Bæ, Árneshreppi (1285 skammtar)
Hvati 13-926 frá Hesti, Borgarfirði (1250 skammtar)
Lækur 13-928 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum (1230 skammtar)
Hængur 10-903 frá Geirmundarstöðum, Skarðsströnd (1195 skammtar)
Kraftur 11-947 frá Hagalandi, Þistilfirði (1165 skammtar)
Drífandi 11-895 frá Hesti, Borgarfirði (1150 skammtar)
Salamon 10-906 frá Hömrum, Grundarfirði (1100 skammtar)
Jónas 12-949 frá Miðgarði, Stafholtstungum (1080 skammtar)
Kjarni 13-927 frá Brúnastöðum, Fljótum (1055 skammtar)
Tjaldur 11-922 frá Sandfellshaga 2, Öxarfirði (1015 skammtar)
Hrauni 12-948 frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi (1010 skammtar)

/eib