Skoðun hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum 2020

Móri 13-982
Móri 13-982

Vinna við hrútaskrá 2020-2021 stendur nú yfir og stefnt er á útgáfu hennar um miðjan nóvember. Við gerð hennar eru unnin ýmis yfirlit og uppgjöri á dómum hrútlamba undan sæðishrútum í haust er lokið. Það fylgir með þessari frétt.

Skoðun hrútlamba 2020 

 

 

 

Á sæðingastöðvunum verða í vetur 25 nýir hrútar en nöfn og uppruni þeirra má finna hér á eftir:

14-836 Dólgur frá Víðikeri, Bárðardal.
16-837 Blossi frá Teigi 1, Fljótshlíð.
16-838 Garpur frá Staðarbakka, Hörgárdal.
16-839 Kappi frá Þóroddsstöðum, Hrútafirði.
16-840 Muninn frá Yzta-Hvammi, Aðaldal.
16-841 Sammi frá Þóroddsstöðum, Hrútafirði.
17-842 Börkur frá Kjalvararstöðum, Reykholtsdal.
17-843 Satúrnus frá Sandfellshaga 2, Öxarfirði. (Ferhyrndur)
17-844 Viðar frá Bergsstöðum, Miðfirði.
18-845 Glóinn frá Stóra-Vatnshorni, Haukadal.
18-846 Snar frá Leifsstöðum, Öxarfirði.
19-847 Austri frá Hesti, Borgarfirði.
19-848 Glitnir frá Efri-Fitjum, Fitjárdal.
19-849 Kostur frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum.
15-850 Vöttur frá Hjarðarfelli, Snæfellsnesi.
16-851 Klettur frá Árbæ, Reykhólasveit (Keyptur frá Mávavatni, Reykhólasveit).
17-852 Bikar frá Syðri-Reykjum, Miðfirði.
17-853 Þokki frá Lundi, Völlum.
18-854 Svörður frá Hesti, Borgarfirði.
18-855 Tónn frá Melum 1, Árneshreppi.
18-856 Þristur frá Stað, Steingrímsfirði.
19-857 Fennir frá Heydalsá (Ragnari og Sigríði), Steingrímsfirði
19-858 Lurkur frá Heydalsá (Ragnari og Sigríði), Steingrímsfirði
18-859 Melkollur frá Hárlaugsstöðum 2, Ásahreppi (Feldfjárhrútur)
16-860 Kjartan frá Gunnarsstöðum 1, Þistilfirði. (Forystuhrútur)

/eib