Stútfull dagskrá af spennandi efni – Fagþing sauðfjárræktarinnar 6. og 7. apríl

Þétt dagskrá er framundan á Fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldin er af Fagráði í sauðfjárrækt í samstarfi við RML, BÍ og Lbhí.

Á morgun munu nokkrir erlendir sérfræðingar flytja erindi á netinu sem tengjast riðuveiki. Þar verður m.a. fjallað um fyrirliggjandi rannsóknir sem tengjast útrýmingu riðuveiki á Íslandi með ræktun þolnari stofna, sagt frá því hvernig mismunandi stofnar riðuveiki eru greindir og mælingar á þeirri vernd sem mismunandi arfgerðir veita. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og fer eingöngu fram á netinu.

Á fimmtudeginum verður síðan haldinn staðarfundur á Hvanneyri, en þeim fundi verður líka streymt. Þar verða flutt 15 erindi af safaríkri dagskrá fyrir þá sem hafa áhuga á sauðfjárrækt. Riðumálin og kynbætur verða í forgrunni en einnig verður fjallað um lambalíf, nýjar framleiðsluaðferðir og fleira áhugavert. Þá verða veitt verðlaun fyrir bestu hrúta sæðingastöðvanna og ræktunarbú ársins. Í lok dags er „opið hús“ í fjárhúsunum á Hesti. 

Sjá nánar

Dagskrá 6. apríl
Hér er tengill inn á fundinn:  https://bit.ly/3u9BBNC

Dagskrá 7. apríl
Hér er hægt að skrá sig á fundinn: https://bit.ly/3NPnBRe
Hér má nálgast beint streymi frá fundinum: https://bit.ly/3j2o18q

/okg