Uppgjör Fjárvís

Allt haustuppgjör sauðfjárræktarinnar var endurreiknað í gær. Í uppgjörinu voru villur sem núna er búið að laga. Áhrifin af villunum voru allvíðtæk og flestir notendur sjá breytingar á einkunnum hjá einstökum gripum á sínu búi.


Í stuttu máli sagt lá stærsta villa í því að á sumum búum reiknaðist ekki fallþungi á ásetningslömb svo þau komu inn án þunga í heildaruppgjörið og afurðir þess bús því lægri en ella. Eins voru villur tengdar lömbum sem ekki höfðu skráðan lífþunga, lömbum sem ekki höfðu skráð faðerni á einstaka búum og leiðréttingar fyrir fleirlembinga höfðu fallið út svo mæður þeirra lamba voru vanreikaðar í uppgjöri.


Til að sjá áhrif breytinganna á einstakar ær er best að kalla upp Vorbókina sem PDF skjal í Fjárvís. Það er gert með því að opna skráningarliðinn „Skrá vorbók“ og velja liðinn „Prenta“, en þá opnast vorbókin sem PDF skjal. Einhverjir kunna að telja að upplýsingar um frjósemi séu rangar, en fyrsta talan í frjósemisrunu (6-5-2-3) segir til um fjölda skýrsluára hjá ánni. Ef búið er að skrá fang á árið 2016 eru komnar upplýsingar á nýtt ár en aðrar tölur uppfærast ekki fyrr en eftir burðarskráningu í vor.


Vorbækur fyrir þá sem þess óska og eiga eftir að fá vorbók senda verða prentaðar núna seinnihluta janúar þegar uppgjöri á þeim bókum sem hafa verið sendar inn til skráningar er að mestu lokið.
/eib